Úrval - 01.08.1963, Page 45
UPPLJÓSTMJN LEYNDARDÓMA . . .
57
huga einhverja líkamshluta
hans. Það var blóðið eitt, sem
gaf svar við því.
Mismunur hinna ýmsu blóð-
tegunda kom fram á þennan
hátt: Þegar mismunandi tegund-
um blóðs er blandað, þá kem-
ur það oft fyrir, að rauðu blóð-
kornin i einhverjum sýnishorn-
inu Ioða saman i einum kekki.
Þetta gerðist aldrei, þegar tveim
sýnishornum sama hlóðflokks er
blandað saman.
Á 20. öldinni urðu blóðgjafir
öruggar og alvanalegar. Það var
aðeins nauðsynlegt, að blóðgjafi
væri af sama hlóðflokki og sjúk-
lingurinn eða, ef slikt reyndist
ekki rnögulegt, þá af öðrum
blóðflokki, sem blandast mátti
blóðflokki sjúklingsins.
Blóðflokkur einsaklingsins er
tekinn að erfðum eftir vissu
kerfi, svo að blóðið segir ekki
aðeins til um blóðgjafarmögu-
leika beldur einnig um skyld-
leika.
Því er þess vegna þannig far-
ið, að maður og kona, sem bæði
eru af A-blóðflokki, geta alls
ekki eignazt saman barn, sem
hefur B-blóðflokk. Ef barn
þeirra er af B-blóðflokki, þá er
aðeins um tvo möguleika að
ræða: Annað hvort hafa orðið
mistök á sjúkrahúsinu og þau
bafa fengið rangt barn, eða eig-
inmaðurinn er ekki hinn raun-
verulegi faðir barnsins. Blóðið
segir til sín í sliku tilfelli, og það
lýgur ekki. (Þó verður það að
viðurkennast, að sá möguleiki
er fyrir hendi, að einhverjum
i rannsóknastofunni verði á mis-
lök og bann geri ranga blóð-
flokksákvörðun).
Skyldleiki á breiðari grund-
velli er líka falinn í dultáknum
blóðsins. Töluvert margir
Evrópubúar og afkomendur
þeirra i öðrum heimsálfum eru
af blóðflokki, sem kallaður er
„Rh-neikvæði þátturinn“. Slik-
ur blóðflokkur fyrir finnst varla-
hjá hinum innlendu íbúum Asíu,
Afríku, Ástralíu eða Ameríku, og
er þá auðvitað eingöngu átt við
hina upphaflegu íbúa þessara.
beimsálfa.
í Evrópu er þessi blóðflokk-
ur tiðastur bjá Böskum i
spænsku Pyreneafjöllununi, en
þar er þriðjungur af íbúunum
af þessum blóðflokki. Það er þá
mögulegt, að Baskarnir séu af-
komendur elztu íbúa Evrópu, en
síðan hafi flóð innflytjenda frá
Asíu eða Norður-Afríku flætt
yfir Evrópu, og afkomendur
þeirra bafi svo verið liinir svo-
kölluðu „Evrópumenn“ síðustu
árþúsundirnar.
Tungumál Baskanna líkist
ekki neinu öðru tungumáli jarð-
arinnar, og bendir þetta til, að
Baskar séu binar síðustu leifar