Úrval - 01.08.1963, Page 46
58
hinna „fornu Evrópumanna".
Og svo bendir blóðflokkur
þeirra einnig til þess.
Hin breytilega hlutfallstala
binna ýmsu blóðflokka víðs
vegar á linettinum hefur verið
höfð til hliðsjónar, þegar reynt
hefur verið að ákvarða fyrri
þjóðflutninga. Síðustu hálfa
öldina hafa yfir 60 mismunandi
blóðflokkar verið ákvarðaðir.
Og á grundvelli fullkominnar
greiningar mætti ákvarða skyld-
leika af mikilli nákvæmni, ekki
eingöngu faðerni í hinum
þrönga skilningi, heldur þjóð-
flutningana sjálfa.
Þetta merkir allt, að blóðið
geti sagt okkur, hver við erum,
eða hafi að minnsta kosti mögu-
leika til þess að geta það ein-
hvern tíma. Það væri skemmti-
legt, ef það gæti einnig sagt
okkur, hvað við erum. Hugsuni
okkur, að það gæti sagt okkur,
hvort við eram til dæmis heil-
brigð eða sjúk, hvort við séum
þá mjög sjúlc og á hvaða hátt.
Það væri meira að segja enn
athyglisverðara, ef það gæti
spáð fyrir um framtíðina og
sagt okkur, hvort líklegt sé, að
við verðum sjúk, og ef svo verð-
ur, þá á hvern hátt.
Allt þetta getur blóðið gert,
eða í þvi búa að minnsta kosti
möguleikar á því, að það geti
gert slíkt. Það mun gefa svör-
ÚR VAL
in, ef það er spurt réttra spurn-
inga.
Kannske mun lífefnafræði
mannslíkamans geta gefið ýtar-
legar upplýsingar um hvern ein-
stakling á næstu öld. Sherlock
Holmes framtíðarinnar verður
þá blóðtæknifræðingurinn. Mað-
urinn gæti jafnvel ímyndað sér,
að hægt verði einhvern tíma að
fullkomna blóðgreininguna svo
með smásjár- og örsjárprófun-
um, sem rafeindaheilar vinna
svo kannske úr, að blóðdropi
nægi til þess að spá fyrir um
framtið þina, likt og' spjaldið,
sem þú færð úr sjálfvirku vog'-
inni, segir þér, hver þyngd þin
er.
Ivanske mun dropinn ekki
segja þér, að þú munir bráðum
stofna til skemmtilegrar og ör-
lagaþrunginnar kynningar eða
fara í lang'a ferð líkt og spá-
sagnakort sjálfsalanna. En þess
í stað mun dropinn gefa þér
góð ráð viðvíkjandi mataræði,
skýra þér frá hættum, sem gætu
orðið á vegi þinum, og frá ýms-
um smávegis bilunum og ýriisu
ósamræmi í líkamsstarfsemi
þinni, sem gætu orðið alvarlegs
eðlis, ef slíkt væri látið afskipt-
arlaust. Barnabörnum þínum
geta upplýsingar þessa blóð-
dropa orðið lykillinn að heil-
brigðri og langlífi þeirra.