Úrval - 01.08.1963, Page 47
59
Sv<j^a eR
Bóndi nokkur hafði lært söðla-
smíði og stundaði þá iðn samhliða
búskapnum. Eitt og annað þótti
nú að reiðtygjum hans eins og
gengur. Eitt sinn kom til hans
maður, er nýlega hafði keypt af
honum hnakk, og kvartaði sá yfir
þvi, að hnakkurinn færi illa á
hesti. Vildi smiðurinn ekki viður-
kenna, að hnakkurinn væri á
nokkurn hátt gallaður, og sagði:
„Hnakkurinn er ágætur, en hest-
urinn er ólán.“
J. Ö.
®
Maður nokkur kom til Reykja-
vikur. Kom hann þar sjaldan og
var því ókunnugur ýmsum tízku-
fyrirbrigðum borgarlífsins. Meðal
annarra erinda í höfuðstaðnum
var að kaupa sér ný föt. Fór hann
þvi inn í eina þá verzlun, er föt
hafði til sölu. Og er hann hafði
klætt sig i ein, er líklegust þóttu
að vera honum mátuleg, stóð
hann upp og sneri sér við og sá
Þá mann standa fyrir framan sig.
Ávarpaði hann og sagði: „Hvernig
fara fötin, maður?" Hinn virtist
einnig segja eitthvað, þó að það
heyrðist ekki. Sá í nýju fötunum
óávarpað þann á móti aftur og
sýnu hærra og ákveðnara en áður
og segir enn: „Hvernig fara föt-
in, maður?“ En ekkert svar, að-
eins sá hann varirnar hreyfast,
og hrukku færast í andlitið. Þá
varð honum að orði: „Mikili
bölvaður asni getur maðurinn ver-
ið, hann gerir ekkert annað en
gretta sig.“
J. Ó.
•
Þórarinn bóndi i Biskupstung-
um hafði orð á sér fyrir að vera
fljótur til svars og orðheppinn.
Eitt sinn fór hann að borga leig-
urnar eftir ábýlisjörð sína. E’ins
og lög gera ráð fyrir, vigtaði jarð-
eigandi smjörið og sá þá, að það
náði ekki tilskilinni vigt. Hann
segir því við Þórarinn: „Það vant-
ar upp á leiguna hjá Þér, Þórar-
inn minn.“ „Gerir ekkert til, ger-
ir ekkert til,“ anzaði þá Þórarinn,
„þú verður aldrei svo feginn að
byggja mér út, að ég verði ekki
fegnaði að fara." Engin eftirköst
munu hafa orðið útaf þessum við-
ræðum.
J. Ó.