Úrval - 01.08.1963, Page 49
61
KONUNGURINN Á SELFOSSI
mér einna ljúfast að minnast á
Egil Thorarensen, kaupfélags-
stjóra, sem á manndómsárum
sínum hlaut meðal almennings
austanfjalls heiðursnafnið:
„Konungurinn á Selfossi.“
Egill er svo kunnur maður,
að ekki er nauðsyn að rekja ævi-
atriði hans nema að litlu leyti.
Hann fæddist 7. janúar 1897 og
ólst upp hjá merkum foreldrum:
Grími Thorarensen, bónda að
Kirkjubæ, og' konu hans Jónínu.
Um móður sina ritaði Egill
minningargrein i bókina „Móð-
ir min“, og sýnir m. a. liversu
ágæt frásagnargáfa honum var
gefin. Hann kunni forkunnargóð
skil á bókmenntum og listum. Og
greinarkornið um móður hans
er hvorki meira né minna en
bókmenntalegt afrek, sem geym-
ast mun lengi. Þiað er bersýni-
legt, að höfundur þess hefði
getað orðið góður rithöfundur,
ef hann hefði valið sér þá braut
og haslað sér þar völl, með þeim
fádæma dugnaði, sem honum
var i blóð borinn. Hann hafði
mikla þekkingu og skýran skiln-
ing á bókmenntum fornum sem
nýjum, og var ávallt lærdóms-
ríkt að ræða við hann um skáld-
skap. Menningarmaður var hann
mikill og hafði sivakandi áhuga
á öllu því, er efla mætti and-
legan vöxt þjóðfélagsins.
En stærstur og mestur var
hann sem framkvæmdamaður. í
hugsjónum hans á þvi sviði kom
konungslundin skýrast fram.
Þjóðin hefur verið vitni að
störfum hans austanfjalls og
þarf ekki að rekja þau, i þeim
fór saman framsýni, stórhugur
og dirfzka auk óbilandi kjarks
og' dugnaðar. Það er fyrst og
fremst hans verk, að við Ölfus-
árbrúna hefur vaxið upp stór og
blómlegur kaupstaður, en rnesta
afrek hans tel ég þó vera sköp-
un Þorlákshafnar. Hún er nú
komin svo vel á veg, að sýnt er,
að þar muni rísa upp mesta
verzlunarborg Suðurlandsins.
Og á aðaltorgi hennar mun um
ókomnar tíðir gnæfa minnis-
merki frumherjans og fram-
kvæmdajötunsins, sem dirfðist
að hugsa í öldum og milljörð-
um: Egils Thorarensen.
Oft var það sagt, áð þegar
Egill félli frá, myndi þurfa að
minnsta kosti tíu menn til að
taka við þeim störfum, er hann
hafði á hendi einn. Og þótt það
verði hæfileikamenn, sem ekki
skal í efa dregið, mun vinum
Egils þykja sem kaldur skuggi
hafi lagzt yfir Suðurlandsundir-
lendið við fráfall hans. í spor
hans verður vandgengið, en
verkin, er hann vann, munu
hvetja til dáða þá, sem á eftir
koma. Hann hefur lagt traustan
grundvöll, sem óhætt mun að