Úrval - 01.08.1963, Side 50
62
ÚR VAL
reisa á hús framtíðarinnar.
Þegar spurðist lát Egils Thor-
arenSen, hygg ég, að flestir vin-
ir hans hafi getað tekið undir
með nafna hans, skáldinu og
bóndanum á Borg, er hann
kvað: „Mjök er um tregt tungu
að hrsera.“ Enda þótt Egill væri
heilsulítill meiri hluta ævi
sinnar og gengi í skugga dauð-
ans um langt skeið fyrir andlát
sitt, gneistaði ávallt af honum
slíkt örvandi lífsmagn, að i
augum vina lians, og ef til vill
ekki siður mótstöðumanna, voru
fáir menn jafnlifandi og hann.
Af þeim sökum kom fregnin um
dauða hans sem algerlega óvænt
reiðarslag, og ég held, að allir,
sem þekktu hann, eigi enn mjög
örðugt meS að trúa þvi, að
hann sé í raun og veru dáinn.
Þótt hann væri orðinn 64 ára
gamall, var hann enn ungur
maður, ekkert i fari lians eða
fasi bar keim ellinnar. Sjúk-
dómar gátu heldur ekki bugað
lífsþrótt hans og lifsvilja. Á síð-
ari árum sínum þjáðist hann af
mjög erfiðum hjartasjúkdómi,
sem oft gerði vart við sig og all-
oft hættulega. En hvert sinn
rétti liann við og náði sér aftur,
lifði lifi sínu og starfi sem heill
væri. Og þegar síðasta veikinda-
kastið varpaði honum á sóttar-
sæng, vonuðu allir vinir hans í
lengstu lög, að einnig í þetta
sinn myndi hann bera sigur úr
býtum. Sálin var enn hress og
hugurinn djarfur, en langþjáður
likami var þrotinn af kröftum.
Andlátsfregnin barst út um land-
ið — en það hygg ég, að fleir-
um hafi farið sem mér, að þeir
áltu bágt með að trúa því.
Um siíkan mann, sem Egiil
var, hlaut jafnan að standa styr,
enda var hann baráttumaður og
kunni illa allri iognmollu. í or-
ustum lifs og starfs var hann
hinn mesti kappi og lærði aldrei
að draga af sér eða hlifa veik-
um iikamskröftum. Hann minnti
á þá fornu höfðingja, er gengu
fyrir liði sinu að pataldri, og
viidi oft verða rýrt fyrir hon-
um smámennið. Fáir áttu þó
óskiptari virðingu andstæðinga
sinna en hann, enda var hann
maður óvenjulega hreinskiptinn
og laus við allt laumuspil. Til
marks um virðingu andstæðinga
hans má geta þess, að oft heyrði
ég þá nefna hann „Ivonunginn
á Selfossi“, en aldrei í háði.
Hann var fyrirferðarmikill
máður, sem að líkum lætur um
slíkan dugnaðargarp, og þótti
harður i horn að taka, ef því var
að skipta, en hann var stór-
menni, sem átti fjöld góðra
kosta, er öfluðu honum virðing-
ar allra, sem honum kynntust.
„Ivonungurinn á SeIfossi“. Er
ég minnist hans nú kemur mér