Úrval - 01.08.1963, Side 52
64
ÚRVAL
skáldskap og hafði yndi af aS
ræða verk skáldanna og þau
sjálf. Hann hafði mjög skarpa
gagnrýnisgáfu og hlífði ekki
því, sem honum þótti lélegt,
faiskt eða flatt; en jafnframt
var hann fjarska jákvæður í
gagnrýni sinni og manna sjálf-
stæðastur, anarra dóma virtist
hann láta sig litlu skipta.
Mér eru þessi kvöld okkar
minnisstæð, ekki sízt eftir að
fundunum var lokið og við sát-
um heima hjá honum yfir glasi;
hann var annars hinn mesti
hófsmaður á drykk, en þótti
gaman að fá sér staup með vin-
um sínum. Og jjað, sem ég
minnist bezt, er hin hressa og
glaða karlmannslund hans, só
gustur geðs og hinn fríski blær,
er fylgdi honum jafnan. Lífið
hafði engan veginn leikið við
hann, margoft hafði hann barizt
við dauðann i návígi, og að vísu
jafnan haft sigur — en þeir sigr-
ar geta verið dýrir, svo að
mörgum verður erfitt að halda
gleði sinni eftir slíkan pataldur.
En sálarþrek Egils var slikt, að
hann virtist styrkjast við hverja
raun og verða meiri, sannari
og vitrari maður eftir því sem
árum fjölgaði.
Ég held, að enginn af vinum
hans geti hugsað sér, að hann sé
með öllu horfinn úr tilverunni,
enda þótt líkami lians hafi ver-
ið lagður í mold. Og það er
sannfæring min að minnsta
kosti, að sjálfur lifi hann áfram
á einhverju þvi stigi tilverunn-
ar, þar sem allir hans stórbrotnu
hæfileikar fá að njóta sín til
fullnustu. í jarðlífi sínu var
hann striðskappi og sigurvegari.
Þótt við syrgjum hann og sökn-
um nærveru hans, megum við
vera minnug þess, að hin örðuga
barátta hans við ólæknandi
sjúkdóm er á enda. Að minu áliti
lauk henni með sigri: konung-
urinn féll, en hélt velli.
Kristmann Guðmundsson.
Slffilgreining á kossum: Það er aðferð til þess að koma tveim
persónum svo nálægt hvorri annarri, að þær geti ekki séð neitt
athugavert við hvora aðra. Franklin P. Jones.
. .Skilgreining á hjónabandinu: Hjónabandið er lifstíðardómur
með möguleika á sakaruppgjöf fyrir slæma hegðun.
Francoise Sagan.