Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 53
HJÚSKAPARMIÐjLUN
QS
„RÖMANTÍK"
Eftir Owen Webster.
ÞAÐ hefur verið
stofnað til furðu-
lega margra hjóna-
banda með hjálp
kynninga, sem hinn
nýi hjúskaparmiðlari nútímans,
hjúskaparmiðlunarskrifstofan,
hefur séð um.
Fólk jiað, sem velur sér þessa
leið að altarinu, er alls ekki þess
háttar fólk, sem sker sig úr,
þ. e. a. s. þess háttar fólk, sem
maður myndi ekki kynnast í
daglega lífinu. Margt af þessu
fólki er jafnvel ekki einmana.
Það er jafn fjölbreytilegt og
þjóðfélagið sjálft. Hið eina, sem
það á sameiginlegt, er, að það
vildi giftast og hafði hugrekki
til þess að gera eitthvað ákveðið
i málinu.
Hugsið til karlmannanna, sem
Víða um lönd ern starfandi
hjúskaparmiðlimarskrifstof-
ur. Höfundur hefur haft upp
á rúmum tug slíkra í Lundún-
um. . Og . viðskiptavinirnir
reyndust vera úr öllum stétt-
um, ríkir sem fátækir, fríðir
sem ófríðir. Mörgum finnst
ef til vill helzt til mikill við-
skiptablær yfir þe-ssari starf-
semi, en allir hjúskaparmiðt-
ararnir voru á einu máli um
það, að ,,rómantik“ og ást
gleymdist síður en svo, þegar
um þetta fyrirkomulag er að
ræða.
starfa erlendis, oft langt frá
fósturjörð sinni. Sá, sem hefur
eytt leyfi í heimalandinu í leit
— Men Only —
65