Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 54
66
ÚR VAL
að félagsskap jvið konu, svo að
ekki sé nú talað um eiginkonu-
leit, veit vel, hversu niðurdrep-
andi sú leit getur reynzt.
íhugið ungu ekkjuna, sem er
bundin við heimili sitt vegna
harnanna og takmarkaðra tekna.
Hvaða tækifæri hefur hún til
þess að taka þátt i samkvæmis-
lífi og kynnast mönnum með
það í huga að ganga ef til vill
í hjónaband að nýju?
Og hvað er að segja um unga
framkvæmdastjórann, sem vill
staðfesta ráð sitt og eignast konu
og börn. Hvaða tækifæri hefur
hann til þess að finna þess hátt-
ar eiginkonu, sem hann kærir
sig um að eignast, þegar hann
ncyðist til þess í viðskiptalegu
augnamiði að eyða kvöldum
sínum með starfsbræðrum úr
kaupsýsluheiminum og helgun-
um í að leika golf við aðra
kaupsýslumenn?
Það er meðal annars þess
háttar fólk, sem borgar hjúskap-
armiðlunarskrifstofu rúm fimm
sterlingspund i skrásetningar-
gjald.
■ Hjúskaparmiðlunarskrifstof-
urnar eru einnig jafn ólíkar hver
annarri og' viðskiptavinir
þeirra. Sumar eru kaupsýslufyr-
irtæki, rekin af miklum krafti,
en stundum er aðeins um að
ræða aukastarf kvenna, sem
reka starfsemi þessa á heimil-
Uin sinum.
Enginn hjúskaparmiðlari nú
á dögum myndi halda þvi fram,
að hjónaband, stofnað til með
hjálp hjúskaparmiðlunarskrif-
stofu, sé í eðli sínu „óróman-
tískt“, þ. e. ástlaust. Að vísu eru
þessir hjúskaparmiðlarar ósam-
mála um margt, jafnvel svo, að
þeir hættu við hina einu til-
raun, sem þeir gerðu til þess að
mynda samband hjúskaparmiðl-
unarskrifstofa, á meðan þær
voru aðeins sex talsins.
En hvað ástina og rómantík-
ina snertir, eru þeir allir sam-
mála.
Símaskrá Lundúna telur upp
sjö fyrirtæki undir fyrirsögn-
inni „Hjúskaparmiðlunarskrif-
stofur“, en ég hef haft upp á
fimm í viðbót, þar á meðal
einni, sem var aðeins fyrir Gyð-
inga. Sumar eru að vísu reknar
undir nafni eigandans, en ég
hef ekki talið með ótal klúbba
og félög, sem vinna að kynningu
fólks og bréfaviðskiptum þess í
milli.
Ég vil vera sanngjarn og taka
það fram, að allir þeir eigend-
ur hjúskaparmiðlunarskrifstofa,
sem ég hitti, gerðu sér grein
fyrir þjóðfélagslegri þýðingu
starfs þeirra. Sumir þeirra voru
að vísu harðskeyttir kaupsýslu-
menn, en þeim hafði öllum tek-
izt að samræma og samstilla