Úrval - 01.08.1963, Side 56
68
ÚR VAL
ingar, áður en þeir eru ánægð-
ir. En það virðist sem allir á
skrá, fái einhvern að lokum. Ef
ómögulegt er að finna hæfilegan
maka handa einhverjum við-
skiptavini, er honum skýrt frá
því, áður en skráningin hefur
farið fram.
En Marjorie Moore, sem vinn-
ur alveg upp á eigin spýtur,
hagar þessu öðru vísi til. Arfir-
leitt veit hún ekki meira um
viðskiptavininn en hún getur
getið sér til um af mynd, og rit-
hönd ásamt lýsingu á útliti, per-
sónuleika, áhugamálum, starfi,
menntun, trú, aldri, þjóðfélags-
legri stöðu og óskum um maka.
Ungfrú Moore hefur sem sé
komizt á þá skoðun í þrettán
ára starfsferli sínum, að ein-
hvers staðar leynist maki handa
sérhverjum. Hún gefur til kynna,
að hægt sé að finna maka handa
hinum „erfiðu“ næstum sam-
stundis, en það taki bara dálít-
ið lengri tima að finna maka
handa þeim „ómögulegu“.
Aðeins tvær hjúskaparskrif-
stofur, Ivy Gibson og Khnights-
bridge, en sú siðarnefnda er
einnig vinafélag, sem kemur á
vináttutengslum, án þess að það
sé endilega um hjónaband að
ræða, auglýsa upplýsingar um
yiðskiptavini sína i einkamála-
dálki eina auglýsingamálgagns-
ins, sem tekur við auglýsingum
frá þeim, og er slíkt auðvitað
gert með samþykki hinna ein-
stöku viðskiptavina.
Á meðal viðskiptavina allra
þessara skrifstofa má segja, að
sé um eitt sameiginlegt vanda-
mál að ræða, en það er umfram-
tala kvenna, sem komnar eru
yfir fertugt. Einnig er um að
ræða sérstök vandamál, hvað
snertir mjög hávaxið kvenfólk
og smávaxna menn.
„Stúlkur lcæra sig ekld um að
vera kynntar fyrir karlmönnum,
sem eru minni en þær sjálfar,
að minnsta kosti ekki á pappírn-
um,“ segir ungfrú Jennar. „Þeim
geðjast ekki að druslulegum og
subbulegum mönnum. Þeir vekja
ekki lengur móðurtilfinningu
þeirra eins og venjan var áður
fyrr. Og nú orðið spyrja þær
ekki oft eftir mönnum, sem
gegna einhverju sérstaklega eft-
irtektarverðu starfi.“
Ilún bætti því við, að þær
færu fyrst og fremst fram á golt
skap mannsins og góða fram-
komu.
Það virðist, að karlmaður,
gæddur þessum eiginleikum, á
aldrinum 35—40 ára, sé tilval-
inn viðskiptavinur fyrir hvaða
hjúskaparskrifstofu sem er,
V V