Úrval - 01.08.1963, Síða 59
ERFIÐLEIKAR EVRÓPSKRA FLUGFÉLAGA
71
Concord-þrýstiloftsflugvélin, sem
fljúga mun með tvöföldum hljóðhraða
er hið sameiginlega viðfangsefni
British Aircraft Corporation og Sud-
Aviation. Hún á að bera 100 farþega
og fljúga með 1450 mílna hraða á
klst. Hún mun hafa kostað £170 millj.
þegar hún verður orðin flughæf árið
1970.
eru að nokkru leyti komnar
undir samgönguneti því, sem
flugfélögin hnýta. Innan vé-
banda þeirra fyrir finnst reiðu-
búinn varasjóður þjálfaðra
manna, útbúnaðar, reynsla og
bæfni, sem grípa mætti til.
Framtíð hins mikla flugvéla-
iðnaðar Evrópu, en framleiðsla
hans nemur milljónum sterlings-
punda á ári, og atvinna tugþús-
unda starfsmanna er undir þyí
komin, að góður markaður sé
fyrir nýjar flugvélar.
Brabazon lávarður af Tara,
brautryðjandi á sviði flugmála
lét í ljós skoðun margra hugs-
andi manna, þegar hann ávarp-
aði 200 fulltrúa frá 75 flugfé-
lögum á fundi IATA (Inter-
national Air Transsport Asso-
ciation — Bandalag Alþjóðlegra
Flutninga) í Dublin árið 1902 á
þessa leið: „Ykkur hefur mis-
tekizt. Hinn óbreytti borgari
getur alls ekki skilið, að at-
vinnugrein, sem ríkisstjórnir
styðja fjárhagslega af ráðum og
dáð, atvinnugrein, sem hefur
algert vald yfir fargjöldum á al-
þjóðlegum flpgleiðum skuli hafa
lent í sliku fjárhagslegu öng-
þveiti.“
Hvernig komst þessi þýðing-
armikla atvinnugrein i sinn nú-
verandi vanda? Á áratugunum
milli 1950—1960 komu flugvél-
ar í sivaxandi mæli í stað !ang-
ferðabíla, gufuskipa og járn-
brautarlesta, og góðar flugvélar
með venjulegum flugvélamótor-
um fluttu sífellt fleiri farþega á
sífellt hagkvæmari rekstrar-
grundvelli. Svo þeg'ar gróðinn
óx og bjartsýnin varð helzt til
mikil, tóku flugfélögin þrýsti-
loftsvélaöldinni með galopnum
örmum. Vegna hinnar hröðu
tækniþróunar og geysilegu sam-
keppni, voru þau blátt áfram
neydd til þess að kaupa nýjar
vélar, tæki og útbúnað, um leið
og slíkt kom fram.
Fyrir tíu árum var þrýsti-
loftsfarþegaflugvélin óþekkt. En
í ár munu yfir 1000 slíkar fljúga
um víða veröld. Fyrir hver 100
farþegasæti, sem voru á boð-