Úrval - 01.08.1963, Side 60
w
72
stólum árið 1960, voru 112 á
boSstólum árið 1961, og' af þeim
voru hver 44 tóm, en slíkt þýðir,
að flugvélarnar liafa flogið sam-
tals 58 milljón farþegamílur
tómar. Spáð hafði verið, að
mikil aukning farþega yrði á
liinum tekjuháu Atlantshafsleið-
um, en óöruggt stjórnmálaástand
og' hið skyndilega Berlinar-
vandamál gerðu það að verk-
um, að það dró skyndilega úr
hinum mikla vexti árið 1961.
Enn fremur má geta þess, að
árið 1951 höfðu aðeins 12 flug-
félög véiar í förum yfir Norður-
Atlantshafið, en nú eru þau orð-
in 19.
Sum nýju félögin á aiþjóða-
flugleiðum eru flugfélög', sem
styrkt eru með miklum fjárfram-
lögum af ríkisstjórnum landa
þeirra i Afriku og Asíu, sem ný-
lega hafa lilotið sjálfstæði, og er
þetta gert í auglýsinga- og
metnaðarskyni. Sir Matthew
Slattery, forstjóri brezka flug'-
félagsins BOAC, stakk nýlega
up á því, að bægja ætti þessum
„boðfle'nnum" burt af alþjóða-
flugleiðum. Hann sag'ði: „Þess-
um ríkjum hefur verið veitt
geysileg aðstoð, sem ætluð var
til þess að hjálpa þeim að byggja
skóla, sjúkrahús og' iðnfyrir-
tæki, en svo kaupa ríki þessi í
stað þess algjörlega ónauðsyn-
legar flugvélar, svo að hægt sé
ÚR VAL
að mála nöfn ríkjanna stórum
stöfum á hliðar flugvélanna og
sýna heiminum siðan nöfnin.“
Astandið verður enn erfiðara,
þegar þessi flugfélög tapa vitan-
lega, en rikisstjórnir viðkom-
andi landa vernda þau síðan
gegn samkeppni með því að aft-
urkalla ieyfi reyndra flugfélaga
til lendingar í löndum þessum,
félaga, sem hafa éytt mörgum
árum í að auka og glæða far-
þegastrauminn. „Umferðarfrelsi
i lofti fyrirfinnst ekki,“ segir
einn af framkvæmdastjórum
KLM. „Loftumferðarstefnan,
sem ríkir nú í heiminum á þess-
ari öld þrýstiloftsflugsins, er
enn á miðaidastigi. Við höfum
villzt i frumskógi gagnkvæmra
samninga, þar sem oft og tíðum
er ekkert skeytt um hagsmuni
farþeganna sjálfra."
Flugfélögin horfast í augu við
minnkandi gróða (eða vaxandi
tap, því að sum félögin hafa
aldrei grætt) og reyna því að
ná farþegum hvert frá öðru með
alls konar brellum. Félagið Al-
italia skreytir klefana á fyrsta
farrými með raunverulegum
málverkum nútímalistamanna.
Sabena býður kvenfarþegum í
langflugi að ganga í „Sabena-
kvenfélagið“, seni veitir þeim
rétt lil þess að notfæra sér
þjónustu „Ungfrú Sabena“ í
meira en 100 skrifstofum félags-