Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 63
ERFIÐLEIKAR EVRÓPSKRA FLUGFÉLAGA
75
á verði farmiða, sem gilda fram
og tilbaka innan viss tima.
Flest evrópsk flugfélög hefðu
heldur kosið að lækka fargjöld-
in, en þau gera sér grein fyrir
því, að öruggasta leiðin til gjald-
þrots er að örva farþegastraum-
inn án þess að auka tekjurnar i
hlutfalli við aukninguna.
Að minnsta kosti tvö evrópsk
flugfélög eru að skipuleggja i
tilraunaskyni flugferðir, sem
likja má við strætisvagnaferð-
ir. í ár ijyrjar BEA að bjóða slík
lækkuð fargjöld í flugi milli
London, Glasgow, Edinborgar
og Betfast. Auð sæti munu vera
boðin á 2/3 hlutum venjulegs
fargjalds hverjum þeim, sem er
reiðubiiinn að hætta á, hvort
sæti er laust eða ekki, og kem-
ur í flugstöðina án þess að
panta fyrirfram. Yrði fargjald-
ið þá miklu ódýrara en með
járnbrautartest, þ. e. 2 pence á
míluna eða lægsta fargjald í
heimi. (Til samanburðar má
geta þess, að evrópsk fargjöld
eru að meðaltali 6 pence á mil-
una).
í apríl hóf Lufthansa áætlun-
arferðir á tveggja stunda fresti
milli Hamborgar og Frankfurt.
Engar veitingar eða önnur slík
sérþjónusta verður látin í té, og
miðar verða seldir í vélinni
sjáifri, og verður verð þeirra %
af verði venjulegs flugmiða á
leiðinni. Finnair vildi gjarnan
iiefja svipaðar áætlunarferðir
milli Helsinki, Turku og Stokk-
hólms.
Joop Strijkers, forstjóri
Ferðaskrifstofu Amsterdamborg-
ar, er einn þeirra evrópsku
kaupsýslumanna, sem styðja
hugmyndina um ódýrar, tíðar á-
ætlunarferðir án miðapantana,
matar eða burðarmanna. „Ég
hugsa, að þetta fyrirkomulag
hefjist innan skamms á stuttum
leiðum, svo sem milli Parísar
og Amsterdam," segir hann.
„Flugfcrðalög verða þá alveg
eins einföld og járnbrautar-
ferðalög innan nokkurra ára.
Ég er svo viss um, að þetta mun
koma, að ég er nýbúinn að
opna útibú við Schipholflug-
völlinn til þess að hjálpa farþeg-
um, sem vilja ná i flugsæti í
hvelli til Amsterdam og þurfa
því hjálpar skrifstofu okkar við
til þess að útvega gistingu í
Amsterdam.“
Margir reglulegir flugfarþegar
álíta, að flugfélögin ættu að ein-
beita sér að því, að stytta tím-
ann, sem fer í að komast á
milli flugvalla og borganna, sem
þeir þjóna, í stað þess að leggja
áherzlu á að kaupa hraðfleygari
flugvélar og eyða til þess ó-
grynni fjár. Folke Claesson, for-
stjóri hinnar árlegu vörusýn-
ingar í Svíþjóð, St. Eiríksmess-