Úrval - 01.08.1963, Side 66
78
Ú R V AI
arvélum. „Flugfélögin ættu að
hætta samkeppninni um, hvert
þeirra eigi „fínastar" vélar,“
segir Brabazon lávarður. „Kaup
slíkra flugvéla hefðu í för með
sér gjaldþrot margra flugfélag-
anna.“ Bo Lundberg prófessor,
forstjóri Flugrannsóknastofnun-
ar Svíþjóðar, hefur hvatt til
þess, að flugfélögin einbeiti sér
að því að eignast flugvélar, sem
þurfi ekki langar flugbrautir,
einnig að þau flýti afgreiðslu
farþega og hraði flutningum
milli flug'valla og miðborga. Á-
lit hans er, að ekki verði hægt
að reka þessar framtiðarvélar
með hagnaði á flugleiðum, sem
skemmri séu en 2000 mílur.
Slíkra aðvarana er vart þörf.
Flugfélögin horfa með kviða til
komu slíkra véla, en flest eru
þeirrar skoðunar, að hin öra
framvinda nútímans muni fyrr
eða síðar gera það að verkum,
að öll flugfélög afli sér slíkra
véla. „Þessar framtíðarvélar
valda okkur áhyggjum," segir
Carandini greifi. „Okkur geðj-
ast ekki að þeim, og við höfum
enga þörf fyrir þær. En þær
koma.“
Koma þessara nýju véla mun
vissulega neyða evrópsku flug-
félögin til nánara samstarfs i
æ rikara mæli. Um jíetta segir
Klaus Franz hjá Lufthansa:
„Það cru ekki mörg flugfélög,
sem munu hafa efni á að kaupa
og reka tvær slikar flugvélar.
Aíleiðingin verður sú, að sam-
steypa í einhverri mynd verður
óhjákvæmileg.“ Gunnar Kor-
honen stingur upp á því, að
„eina lausnin fyrir Finnair væri
að gerast meðeigandi í einni
slikri flugvél."
Mun hið vaxandi samstarf
Fivrópurikja hvetja flugfélögin
til þess að endurskipuleggja
flutninga á heilbrigðum, hag-
rænum grundvelli? Munu ríkis-
stjórnir hinna ýmsu ríkja vera
reiðubúnar að fórna einhverju
af auglýsingagildi þvi og álits-
aukningu, sem felst í þvi að reka
algerlega óháð flugfélag og leyfa
eða jafnvel skipa ríkisfélögum
sínum að mynda samsteypu við
ríkisflugfélög annarra landa?
Mun Evrópska Flugsambandið
(Air Union), sem mun leyfa
sérhverju félagi innan sinna vé-
banda að viðhalda nafni sínu
og sérkennum, reynast vera það,
sem koma skal? Mun þetta enda
með því, að það verður að lok-
um um aðeins eitt flugfélag að
ræða, sem sér urn flutninga á
flugleiðum Evrópu vestantjalds?
Svarið við þessu veit enginn.
Eina vissan er sú, að komandi
ár mun verða eitt liið athyglis-
verðasta og ef til vill mesta
breytingaárið i sögu flugsam-
gangnanna.