Úrval - 01.08.1963, Side 68
80
ÚRVAL
bjó fjöldi fóllts á hverjum bæ á
íslandi og matvæli voru fram-
leidd og unnin á bænum. Þar
sameinuðust framleiðslustörf
og iðnaðarstörf. Hvert bú var að
miklu leyti sjálfu sér nægt; það
var i raun og' veru heilt þjóð-
félag út af fyrir sig. Þannig var
og ástandið fyrr á timum i ná-
grannalöndum okkar. Það þurfti
svo marga til að vinna að fram-
leiðslunni og nýtingu hennar, að
lítið vinnuafl varð afgangs til
annarra starfa, enda risu upp
fáar aðrar stéttir. Þetta ástand
gaf þjóðfélaginu sérstakan svip,
svip sveitamenningar, sem hafði
einkenni umhverfisins, jarðar-
innar, gróðursins og náttúru-
aflanna.
Þessi sveitamenning er sú,
scm skóp hina íslenzku þjóð og
mótaði aðrar menningarþjóðir
heimsins.
Þetta ástand breyttist á tiltölu-
lega löngum tíma meðal margra
annarra þjóða, en á íslandi
vaknaði þjóðin svo að segja
einn morgun við það, að þessi
tími var liðinn undir lok, og
að stórfelld breyting var að eiga
sér stað i atvinnuháttum og
þjóðfélagsháttum.
Sjálfstæði gömlu bújarðanna
var úr sögunni, sveitirnar urðu
háðar umheiminum um flest,
nema mjólk, egg og kjöt, og
stundum er þetta líka aðkeypt.
Bújörð er orðin fyrst og
fremst framleiðslustaður, þar
sem áherzla er lögð á fram-
leiðslu tveggja til þriggja vöru-
tegunda til sölu.
Sveitaheimilið er ekki lengur
heimur út af fyrir sig, heldur
hluti af stóru og margbreytilegu
þjóðfélagi, þar sem hver notar
hæfileika sína til að vinna að
því, sem honum bezt fellur eða
þörf er á hverju sinni.
En eins og sveitirnar eru háð-
ar bæjum og borgum, eins eru
bæir og borgir liáðar sveitun-
um um kaup á nauðsynlegu við-
urværi.
En það er einnig vert að í-
huga, að sveitunum stendur al-
veg á sama, hvort skórnir eða
súgþurrkarinn, sem kaupa á, er
framleitt í Reykjavik eða Japan,
svo framarlega sem verðið er
hag'stætt og gæðin samsvarandi.
Sömuleiðis kærir húsfreyjan
sig kollótta um það, hvort flesk-
ið, gulræturnar eða jafnvel
mjólkin er framleitt austur í
Hreppum eða suður á Fjóni, svo
framarlega sem verð og gæði er
hagstætt.
Hitt er annað mál, að frá þjóð-
hagslegu sjónarmiði getur verið
heppilegra að framleiða vöruna
innan lands, þótt innflutt vara
sé ódýrari. Verðmismun má þá
jafna með verndartollum.
Verðlagsmál landbúnaðarins