Úrval - 01.08.1963, Síða 70
82
ÚRVAL
vatns skapar, ncma sú fram-
leiðsla sé betri cða ódýrari en
framleiðsla sömu vörutegundar
með öðrum aðferðnm.
Það eru mörg dæmi til um
það, að vörutegundir, sem áður
voru eingöngu iandbúnaðarvör-
ur, bafa nú látið undan síga fyr-
ir verksmiðjuframleiðslu með
öðrum aðferðum. Áður fyrr var
allt hráefni til vefnaðar fcngið
frá plöntunum, annað hvort i
umbreyttri mynd í formi ullar
eða beinlinis frá bör- eða baðm-
ullarplöntunni. Nú þekkja allir
glerull, nælon, orlon, terylene
og öll þessi efni, sem við í einu
orði köllum gerviefni. Jafnvel
skór eru ekki alltaf úr leðri eða
striga, ekki einu sinni plöntu-
gúmmí undir hælnum.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að eina ástæðan fyrir
þvi, að gamla „ekta“ hráefnið
er enn notað, er sú, að til vissra
hluta stenzt ekkert samanburð
við ull, lin né ekta gúmmi,
hvorki verð né gæði.
Þótt við tökum cnnþá smjör
fram yfir smjörlíki, þrátt fyrir
verðmismun, þá má telja alveg
vist, að innan skamms verði erf-
itt að greina milli þessara
tveggja vörutegunda að gæðum.
Landbúnaður á íslandi á sér
því engan sjálfskipaðan rétt
meðal annarra atvinnuvega né
annarra þjóða. Hann verður að
vera samkeppnisfær, ef hann á
að lialda velli. Gæði framleiðsl-
unnar verða stöðugt að aukast
og kostnaðurinn við þessa fram-
leiðslu verður sífellt að lækka.
Við megum ekki stunda land-
búnað á íslandi til þess eins að
útvega 0000 bændum atvinnu,
né til þess eins að viðbalda eða
skapa jafnvægi í byggð lands-
ins, né til þess eins að halda
við göfugri menningu sveitanna.
Við stundum landbúnað til
þess að framleiða ákveðnar
vörutegundir betur og ódýrar en
unnt er eð gera það á annan
hátt. Ef þeim tilgangi er náð,
fylgja hin sjónarmiðin í kjöl-
farið, en ekki öfugt.
Hver erþáframtíð landbúnað-
ar á íslandi og á hvern liátt get-
um við bezt tryggt framtíð hans?
Áður en við svörum þeirri
spurningu, skulum við fyrst
gera okkur grein fyrir því, á
hvaða undirstöðu landbúnaðar-
framleiðsla er byggð.
Hiin er í stuttu máli byggð á
einu grundvallarnáttúrulögmáli
lífsins hér á jörðinni; reyndar
á þeirri forsendu, að líf geti
þrifizt. Landbúnaðarframleiðsla
byggist á því, að plöntur hafa
þann hæfileika einar að geta
hagnýtt sér orku sólarinnar til
þess að breyta andrúmslofti,
vatni og jarðvegi í lífræn efni,
þá næringu, sem allt líf þrífst á