Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 71
FRAMTÍÐ LANDBÚNAÐARINS
83
og getur ekki án verið. Land-
búnaðurinn hefur því gott for-
skot i samkeppni við aðra fram-
leiðslu.
Með bústörfum er framleiðsla
plantnanna hagnýtt, annað
hvort heinlínis, t. d. með sölu
kartaflna og grænmetis eða með
því að fóðra húsdýr með plönt-
uin og selja siðan afurðir þeirra.
Þessi framleiðsla plantnanna
á lífrænum efnum er að sjálf-
sögðu ineiri, þar sem hitastig er
hærra, og nfcst af regnskógum
hitabeltisins. Því lengra sem
dregur frá miðbaug, þvi hægari
er þessi framleiðsla, enda er
varla um neitt líf að ræða á
hjarnbreiðum heimskautanna.
ísland er staðsett norðarlega
á hnettinum og væri nær óbyggi-
legt, ef ekki nyti Golfstraumsins.
íslenzkur landbúnaður hefur
því tvennt við að keppa: aðra
framlciðsluháttu og landbúnað-
arframleiðslu suðlægari þjóða.
Við suma framleiðslu annarra
þjóða er ekki um neina sam-
keppni að ræða; við flytjum
t. d. allt okkar kaffi inn og með
kaffirunnanum, sem Hal Linker
gaf í gróðurhús í Hveragerði,
endar okkar samkeppni á því
sviði.
Við eigum heldur erfitt með
ræktun á því, sem krefst fræ-
þroskunar og þarfnast iiita. Þar
undir kennir nær öll ávaxta-
ræktun, kornrækt og frærækt.
Þó er hér alveg undir plöntu-
tegundum komið, hvernig til
tekst.
Hér eru hins vegar betri skil-
yrði til þess að fá góða upp-
skeru af grænum hlutum plant-
na, blöðum og stönglum. Sumar-
ið okkar er tiltölulega langt,
sumarhitinn lágur og' jafn, næg
úrkoma, og sólskin á öllum tím-
um sólarhringsins. Undir þess-
um kringumstæðum verður mik-
ill grasvöxtur, sem heldur nær-
ingargildi sinu fram eftir sumri.
Þess vegna hefur landbúnaður
okkar aðallega byggzt á ræktun
grass til skepnufóðurs.
Hinu er ekki að gleyma, að
vegna legu landsins skapast oft
hér þær aðstæður, að grasvöxt-
ur hregzt, túnin kelur, og meðan
við sáum í ræktunarlöndin fræi
grastegunda, sem fluttar eru inn
og þróazt hafa við allt önnur
skilyrði, verður öryggi ræktun-
arinnar alltaf ótryggt.
Margar græninetistegundir
vaxa betur hérlendis og verða
bragðmeiri en þar, sem hita-
stig er hærra. Hins vegar eru
nær öll grænmetisafbrigði okkar
aðflutt, en yfirleitt ekki sniðin
við þau skilyrði, sem bjóðast
í þessu landi.
Svo höfurn við, eins og' kunn-
ugt er, gnægð sérkennilegrar
orku, jarðhitann, sem gjörbreyt-