Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 72
84
ÚR VAL
ir viShorfum okkar til ræktun-
ar á nytjaplöntum, sem ella væri
óhugsar.di að rækta hér norður
undir heimskautsbaug. Mögu-
leikar gróðurhúsaræktunar eru
hins vegar nær ókannaSir, en
hún er enn á byrjunarstigi.
Okkur vantar meiri upplýs-
ingar um, hvaS á aS rækta og
hvernig á aS haga ræktuninni
til þess aS gæSi framleiSslunnar
séu sem mest og kostnaSur viS
hana sem minnstur. Án þess-
ara upplýsinga hlýtur landbún-
aSurinn aS standa í staS og i
kjölfar stöSnunar fylgir hnign-
un. Ef svo fer, getur landbún-
aSurinn hvorki keppt viS aðra
atvinnuvegi né innflutta land-
búnaSarvöru.
MeSal nágrannaþjóSa okkar
er lögS mikil áherzla á rann-
sóknarstörf í þágu landbúnaS-
arins. Þar er keppzt viS aS finna
og reyna nýjan efniviö fyrir
þær búgreinar, sem þegar eru
stundaðar. Þar er lögð áherzla
á að auka framleiðslumagn og
gæði um leið og leitazt er við
að lækka framleiðslukostnað.
ViS leggjum litla áherzlu á
]>ess konar rannsóknir. Skerf-
ur okkar til rannsókna er ekki
bara litill vegna smæðar þjóð-
arinnar, heldur líka að tiltölu
við fólksfjöldann. ÞaS er raun
fyrir unga visindamenn að
koma til starfa hér, sjá verk-
efnin blasa við og möguleika
til að gjörbreyta aðstöðu fram-
leiðslugreinanna, en mæta svo
skilningsleysi og fálæti þeirra,
sem ættu að vera áhugasamastir
um aS skapa sem bezta sam-
keppnisaðstöðu.
Þegar við tölum um framtíð
landbúnaðar á íslandi, erum viS
ekki að tala um það, hvort hann
leggist niður eða elcki. Fram-
leiðsla matvöru er svo mikið
undirstöðuatriði í okkar þjóð-
félagi sem öðrum, og gróður-
lendi landsins svo víðáttumikið,
að við þurfum varla aS óttast
það.
Það sem skiptir máli um
framtíS landbúnaðarins er,
hvort okkur tekst að haga fram-
leiðslu landbúnaSarafurðá
þannig, að atvinnuvegurinn
verði blómlegur, og' að þeir,
sem að honum vinna, beri gott
hlutskipti úr býtum, a.m.k. til
jafns við þá, sem aðra atvinnu
stunda.
Vöxtur landbúnaðarframleið-
slu er háður því fyrst og fremst,
að markaður sé fyrir hendi til
að taka við vörunni. Án mark-
aða þýðir ekki að auka fram-
leiSsluna, og án þess að fram-
leiðslukostnaður sé lækkaður og
gæðin fullnægjandi þýðir ekki
að ieita nýrra markaða.
ÞaS er með raunhæfum rann-
sóknum, sem unnt er að finna