Úrval - 01.08.1963, Side 74
8(i
U R VAL
á næstunni afköst núverandi
framleiðslugreina hverrar jarð-
ar upp að því marki, sem talið
er þurfa til þess að um góða
afkomu sé að ræða, er innlendi
markaðurinn hvergi nærri nógu
stór til þess að taka við þeirri
framleiðsluaukningu.
Þá er um þrennt að velja: I
fyrsta lagi að framleiða núver-
andi landbúnaðarafurðir til út-
flutnings; í öðru lagi að taka
upp framleiðslu á nýjum vöru-
tegundum, sem nú eru fluttar
inn, - eða liorfa fram á annars
óhjákvæmilega fækkun bújarða
og áframhaldandi flótta úr sveit-
unum.
Þessar staðreyndir verða ekki
umflúnar með nýjum félags-
heimilum og ekki þótt komið
væri sjónvarp heim á hvern bæ.
Ef við viljum koma í veg fyr-
ir, að framleiðendum landbún-
aðarafurða fækki meira en kom-
ið er, verðum við að vinna að
hinu tvennu, ]).e.a.s. finna að-
ferðir og ráð til að framleiða
nýjar vörutegundir, auka fjöl-
breytnina í búskapnum, og finna
ráð og aðferðir til þess að auka
gæði vörunnar og lækka fram-
leiðslukostnaðinn til ])ess að
gera landbúnað okkar sem sam-
keppnishæfastan á erlendum
markaði.
Nágrannalönd okkar eru þétt-
byggð hundruðum milljóna
manna. í framtiðinni verður si-
felld aukning á þörf matvæla,
bæði fisks- og landbúnaðaraí-
urða, jafnframt því sem geta
þessara þjóða til að fullnægja
matvælaþörfinni minnkar.
Auk þess flytjum við til lands-
ins í dag margar tegundir mat-
væla og' fóðurs, sem við gætuin
ef til vill framleitt hér lieima.
Þar á ég við allt fóðurkornið,
bygg og' harfa, sem flutt er inn
mest allt hveitið, sem við notum
í bakstur og' fóður, og jurtaolíu
til neyzlu og iðnaðar, grænmeti
og ávexti af ýmSu tagi, liolda-
naut, kartöflur til iðnaðarvinn-
slu og' jafnvel sykur. Það sem
ekki gæti þrifizt utan dyra
mætti rækta í gróðurhúsum.
Lausnin á því, hvernig' við
getum gert þetta tvennt: Fram-
leitt sainkeppnisfærar landbún-
aðarafurðir til útflutnings og
fundið ráð til að framleiða nýj-
ar vörutegundir, er fólgin í því,
sem ég' minntist á áðan og ætti
öllum að vera Ijós:
Við verðum að efla og styrkja
rannsókna- og tilraunastarfsemi
landbúnaðarins. Heill og' fram-
tíð þessa atvinnuvegar er undir
þvi komin, að ekki verði sparað
til rannsóknanna.
Án þess að leita getum við
aldrei fundið nýjar búgreinar,
án þess að reyna getum við
íddrei lært um aðferðir, sem