Úrval - 01.08.1963, Page 75
FRAMTÍÐ LANDBÚNAÐARINS
87
]eiða til lækkunar á framleiðslu-
kostnaði.
Hver eyrir, sem lagður er í
skynsamlega og vel skipulagða
rannsóknarstarfsemi kemur í
krónum til baka. Framtíðar-
möguleikar íslenzks landbúnað-
ar eru miklir, aðeins um 3%
af ræktanlegu landi er ræktað
i dag. Við eigum endalausar
breiður mýra, heiða og sanda,
sem allar bíða þess að finna
snertingu plógsins og framleiða
verðmæti í þjóðarbúið. Við
þurfum engu að kvíða um hrá-
efnaskort lil framleiðslu land-
búnaðarafurða.
Ef við sofum ekki á verðin-
um, en tryggjum framfarir og
bætta framleiðsluháttu, er eng-
inn vafi á þvi, að framtíð land-
búnaðarins verður blómleg.
>X3sr<míoæ8sro’s8&<
ÝMIS NÁTTÚRUAUÐÆFI GANGA TIL ÞURRÐAR.
Margs konar náttúruauðæfi ganga nú hratt til þurrðar. Reikn-
að hefur verið út, að menn hafi tekið meira af náttúruuðæf-
um úr iðrum jarðar siðustu öldina en gert hafði verið allt fram
til bess tíma frá örófi alda. Við erum frjósöm og uppfyilum jörð-
ina, þótt eignirnar þverri stöðugt.
Efnafræðingarnir geta auðvitað framleitt ný og mjög gagn-
leg efni úr alls konar hráefnum. En slík hráefni eru alls ekki
óþrjótandi, og sá dagur kann að koma, þegar okkar „rúði
hnöttur", líkt og einn höfundur nefnir hann, mun ekki lengur
gefa nægilegt af sér til þess að unnt verða að standa undir
svipuðum neyzlukröfum mannanna. Mannkynið verður þá ann-
að hvort að draga saman seglin eða leita auðæfa annars staðar.
Liklegra virðist, að fremur verði gripið til síðarnefnda ráðsins.
Unnið er nú að tilraunum til þess að senda menn til tunglsins.
Ef til vill mun unnt að hefja þar námugröft og flytja þaðan
málma og önnur efni til jarðarinnar.
Far and Wide.
Á sléttu nálægt borginni Dallas í Texas er 1.428 feta hár
sjónvarpsturn. I skýjakljúf þessum er rannsóknarstöð veður-
farsins og er hann hæsta bygging i heimi, þar sem slík starf-
semi er rekin í.