Úrval - 01.08.1963, Síða 77
STÁLTAUGAB
89
mestur hluti taugakerfisins á
ekkert skylt við eðlisfarið.
Taugakerfi líkamans skiftist í
tvo aðalhluta. Hinn fyrri flytur
boð i báðar áttir. Það flytur
t. d. boð til heilans um, að
einhver hafi stigið ofan á fótinn
á þér, og svo boð til baka, til
vöðvanna i fætinum, að kippa
honum undan. Það er nefnt
„sjálfráða taugakerfið.“ Hinn
hlutinn sér um, að fjöldamörg
líffæri líkamans haldi áfram
starfi sinu, sum algerlega lífs-
nauðsynleg, svo sem hjarta,
iungu og' margir kirtlar, og fjöl-
mörg önnur misjafnlega þýðing-
armikii. Þú hefur ekkert vald
yfir starfi þessara líffæra, og
þarft þess heldur ekki með, þvi
að þau eru sjálfvirk. Þessi hluti
er nefndur „ósjálfráða tauga-
kerfið".
Báðum þessum flóknu tauga-
kerfum stjórnar heilinn, og í
heilanum hefur „meðvitundin"
eða „hugurinn" aðsetur sitt.
Með heilanum greinum við sjón,
heyrn og snertingu og i honum
fer fram starf hugsunar og til-
finninga (eiða geðshræringa).
Svo að „slæmar taugar“ eða
„taugaveiklun" táknar ekki, að
um neinar vefrænar breytingar
eða sjúkdóma í taugakerfinu sé
að ræða. í smásjá mundi heldur
ekki sjást neinn munur á tauga-
kerfi manns, sem ldifur hæstu
tinda Alpafjalla annars vegar og
mjög istöðulítillar stúlkukindar
hins vegar. Ólik framkoma
þeirra byggist fyrst og fremst á
óliku eðlisfari þeirra.
Svo að ef þú skyldir segja
sem svo við lækninn þinn: „Það
eru taugarnar,“ þá er það ekki
svo að skilja, að um neinn sjúk-
dóm í taugakerfi þínu sé að
ræða, heldur að þú sért and-
lega miður þin, eða leiður og
þér finnst allt vera þér and-
stætt. Það er mjög mikilsverð-
ur munur á þessu tvennu, því
að margt fólk gerir sér óþarfa
tjón með þeirri röngu hugmynd,
að eitthvað sé að taugakerfi
þess.
Auðvitað getur bæði heilinn
og taugarnar annað hvort sýkzt
eða skaddazt, en afleiðing þess
verður ekki „taugaveiklun“ i
venjulegri merkingu þess orðs,
og sjúklingurinn mundi þá ekki
kvarta um „slæmar taugar".
Það ástand, sem þá skapast,
nefna læknar taugasjúkdóma, og
sérfræðingana, sem við slíka
sjúkdóma fást, taugasjúkdóma-
fræðinga (eða taugalækna =
neurolog), sem er allt annað
svið læknisfræðinnar en það,
sem geðlæknar, eða geðsjúk-
dómafræðingar, fást við.
Eitt ljósasta dæmið um þess
konar sjúkdóm er „slag“ (heila-
blæðing), sem orsakast af blæð-