Úrval - 01.08.1963, Side 79
STÁLTAUGAR
01
genga og hættulausa hluti, eins
og opin svæði, jarðgöng, að
ferðast með strætisvögnum,
ketti, þrumur o. s. frv. Þess
konar ástæðulaus ótti er nefnd-
ur „fælni“ (fobia). Slík fælni
er sérstæð fyrir hvern einstak-
an, og kemur venjulega aðeins
i tjós við vissar aðstæður. Hún
er á mjög misháu stigi, allt frá
smávægilegum óþægindum upp
i fullkomið ofboð. En ávallt er
hún óskiljanleg hverjum venju-
legum manni, þvi að hættan er
í rauninni engin.
Því • nær hver einasti maður
getur sjmt fnrðulegt hugrekki
undir vissum aðstæðum, og
sama er að segja um óttann.
Jafnvel maður, sem að jafnaði
hefur „stáltaugar“, getur orðið
hræddur sökum hjátrúar.
Hvorki hans venjulega hug-
rekki né sú vitneskja, að ótti
hans sé heimskulegur, getur
komið í veg fyrir, að hann forð-
ist að komast í slíka aðstöðu,
eða kannske að hann hafi um
hönd einhverja trúar- eða helgi-
siði, til þess að bægja frá illum
afleiðingum. Tæpléga eru þeir
margir, sem mundu kjósa að búa
i herbergi númer 13.
Það segir sig sjálft, að ekki
er hægt að greina fólk í tvo
skarpt aðgreinda flokka, hina
hugrökku og hina hræddu, með
tilsvarandi „sterkum" eða
„veikum“ taugum. Hver einstak-
ur nálgast meira að minna ann-
an hvorn flokkinn, allt eftir eðl-
isfari hans, en sérhvert okkar
kannast við einstakar undan-
tekningar hjá sér frá hinni
venjulegu afstöðu. Margur mað-
urinn, sem að öllu öðru leyti
er fyllilega eðlilegur (normal),
er haldinn einhverri sérstakri
„fælni“ (fobiu), og það getur
verið alveg undir atvikum kom-
ið, hvort hún veldur þeim meiri
eða minni baga.
Óttinn byggist á meðfæddri
tilhneigingu eða möguleika, og
þróast fyrir reynslu og þjálfun.
Þessi þróun getur orðið i öfuga
átt, og stundum aðeins í sam-
bandi við einn hlut eða atvik.
Þetta gæti verið skýring á ein-
stökum „fælnum“ (fobium),
sem gætu hafa orsakazt af því,
að einhver viss hlutur hefði
valdið hræðslu vegna einhvers
sérstaks atviks eða vissra að-
stæðna, ef til vill í barnæsku.
Aðrar „fælnir“ eru að likind-
um tákn um eða endurskin af
einhverjum djúpstæðium, hug-
lægum vandamálum. Marg-
endurteknar, uggvænlegar að-
stæður á unga aldri gætu valdið
því, að viðkomandi maður yrði
með aldrinum ístöðulítill og
hræðslugjarn. En þá er samt
aðeins hálfsögð sagan, því að
útkoman er að jafn miklu leyti