Úrval - 01.08.1963, Page 81
Göng undir eða brú yffir
Slik náin tengsl Bretlands við
meginland Evrópu myndu hafa
geysileg áhrif, hvað snertir viðskipti,
staðsetningu iðnfyrirtækja, búferla-
flutninga og samgöngur landa þeirra, er
nœst suiídinu liggja. Bretland myndi þannig
tengjast meginlandinu fastari böndum, verða
raunverulegur hluti Evrópu i rikara mæli.
ENN hlæja ef til
vill núna aö mót-
stöðunni á 19. öld
gegn hugmyndinni
um jarögöng undir
Ermarsund, en vilja gleyma því
um leið, að slíka mótstöðu var
hægt að réttlæta, bæði hernað-
arlega, stjórnmálalega og til-
finningalega séð. Bretland hef-
ur alltaf samkvæmt gamalli
hefð notfært sér að fullu stöðu
sína sem eyja úti fyrir strönd
meginlands Evrópu. Stefna þess,
hvað meginlandið snertir, hefur
verið að viðhalda valdajafn-
vægi með því að taka ætíð til
sinna ráða, þegar nauðsyn hef-
ur krafið, til þess að hindra það,
að eitt riki næði yfirráðum yfir
öllu meginlandinu.
En nú hel'ur orðið breyting á
þessu öllu. Misklið milli ríkja
Vestur-Evrópu er nú eigi stór-
vægileg lengur, og heimsstjórn-
málin snúast ekki lengur um
slíkt. Aðalviðfangsefni Samein-
uðu þjóðanna beinist nú til
dæmis að viðureign Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna, vanþró-
uðu löndunum og framtíð
þeirra, uppgangi kynstofna
þeirra, sem eigi eru hvítir,
o. s. frv. Stjórnmálalegt áhuga-
mál Vestur-Evrópuþjóðanna er
að viðhalda sjálfstæði og fram-
kvæmdafrelsi Vestur-Evrópu
sem heildar. Nú er fremur þörf
á nánum teng'slum en ágrein-
ingi og einangrun hinna ein-
stöku rikja.
Á þessum breiða stjórnmála-
— Esso Magazine —
93