Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 85
HJÁ KÚREKUM í ÁSTRALÍU
97
hallaði sér upp að girðingunni.“
Það eru aðeins kolvitlausir ná-
ungar eins og við Nugget, sem
lialdast við hér langt uppi í
óbyggðum. Hér hefur maður
engan að tala við nema flug-
urnar, villihundana og stóru
maðkana í mjölinu.“
„0, mér er sama um maðk-
ana i mjölinu," sagði Nugget.
„En það kemur óhugur í mig,
þegar þeir forðast mjölið.“
Við vorum staddir í Mooloo-
loo, einu ,,útibúi“ nautabúsins
„Victoria River Downs“ í Ástra-
liu, en það er eitt stærsta nauta-
bú heimsins, um 5500 fermílur.
Næsta byggð til austurs er i
240 mílna fjarlægð, í norðri í
400 milna fjarlægð, en i suðri
og vestri er ekkert annað að
finna en gúmtré og hið harð-
gera spinifexgras.
Ótamdi folinn gerði örvænt-
ingarfulla tilraun til þess að
kasta reiðmanninum af baki.
Síðan varð hann rólegur. Hann
gekk upp og niður af mæði og
var augsýnilega örmagna. Ungi
tamningamaðurinn stökk af
baki, strauk svitann framan úr
sér og vafði sér vindling.
Larry, rólyndi ráðsmaðurinn
i Moolooloo, kom nú akandi í
jeppanum, sem hafði flutt oklt-
pr til „útibús“ þessa. Ég steig
upp í hann ásamt þeim Nugget
pg Ratbat, Og jeppinn byrjaði að
skrölta eftir 60 mílna langa
slóðanum til aðalstöðvanna.
Öðru hverju ókum við fram hjá
kúrekum, sem voru að smala
saman nautum fyrir reksturinn
mikla, sem var i aðsigi. Við
vorum staddir á gulleitri sléttu,
sem vaxin var kjarri og um-
kringd lágum fjöllum, sem
kölluð eru „borðplötur“.
Tryllingslegt naut kom í ljós
i kjarrinu nálægt okkur og
góndi illilega á okkur. „Sum
nautin hérna eru nokkuð ill-
skeytt,“ sagði Larry. „Um ein
tylft hesta hefur þegar verið
rifin á hol af hornum þeirra í
smöluninni þetta árið.“
Nú kom kúreki riðandi og
kom auga á nautið nálægt okkur.
Nautið sneri við og tók á rás
yfir sendna sléttuna, en kúrek-
inn fylgdi því eftir. Er hann
kom fram með því, stökk hann
af hesti sínum, greip hala nauts-
ins og sneri ofsalega upp á
hann. Skepnan datt á hliðina
líkt og hún væri úr steini. Eftir
örfá augnablik var kúrekinn
búinn að binda saman fætur
dýrsins með kaðli.
,Við notum ekki snöru nema
í nautaréttunum,“ sagði Larry.
„Það er miltlu örug'gari aðferð
að snúa upp á halann á þeim.“
„Þetta er nokkuð snjallt
bragð,“ sagði Ratberg. „Maður
verður að biða, þangað til naut-