Úrval - 01.08.1963, Síða 86
98
ÚR VAL
ið hefur lyft þrem fótum frá
jörðu. Síðan er það barnaleikur
einn að kolfella það með snöggu
handtaki.“
„Þó mætti nefna það, að beiti
maður ekki réttu handbragði,
drepur nautið mann,“ bætti
Nugget við.
Það var ekki enn komið fram
að hádegi, en sólarhitinn, sem
umlukti málmhús jeppans,
gerði það að verkum, að það
var sem við værum staddir inni
í ofni. Mannlegur líkami þornar
ótrúlega hratt upp í hinu þurra
eyðimerkurlofti. Þetta er hættu-
legt landsvæði. Vatnið er hinn
dýrmætasti allra fjársjóða, bæði
fyrir menn og skepnur. Biluð
vindmylla, sem dælir ekki upp
úr nautabrunni, getur haft dauð-
ann í för með sér á nokkrum
klukkustundum. Sama er að
segja, ef ökumaðurinn tekur
ranga stefnu eða hjólbarði
springur hjá honum.
Ég skall fram á við, þegar
Larry steig snöggt á hemlana
til þess að aka ekki yfir poka-
dýr, sem skauzt skyndilega út
úr kjarrinu. „Það eru nú
skringilegar skepnur, þessi
pokadýr,“ sagði Nuggett. „Oft-
ast eru þau dauðhrædd eins og
rollur. En ef þú sendir veiði-
hund á eftir þvi, verður það al-
veg tryllt. Það gripur hundinn
með framloppunum og sparkar
út innyflum hans með einu
sparki annars afturfótar. Sé það
statt nálægt vatni, hleypur það
þangað með hundinn í fram-
loppunum, dýfir honum ofan i
vatnið og heldur honum þar,
þangað til hann er drukknaður.“
Nú sáum við „dingo“, ást-
ralska villihundinum, bregða
snöggvast fyrir. Ef til vill var
hann að elta pokadýrið. Hund-
urinn hvarf ofan í gjá, áður en
Larry tókst að ná i riffilinn
sinn, sem héklc fyrir ofan stýr-
ið.
„Þetta er slungnasta skepna í
heimi,“ sagði Ratberg. „Þú ætt-
ir að sjá þrjá hunda elta poka-
dýr í sameiningu. Einn hundur
eltir dýrið nokkra hríð, og svo
þegar hann er orðinn þreyttur,
rekur hann það yfir til næsta
hunds, og síðan sá hundur
eftir skamma stund yfir til þess
þriðja. Svo þegar sá þriðji er
orðinn þreyttur, rekur hann það
yfir til þess fyrsta. Hundarnir
ráða alltaf niðurlögum dýrsins."
Nú sáum við aðalstöðina i
Moolooloo. Aðalbyggingin var
hús bústjórans, sem byggt var
á staurum út yfir hina bugð-
óttu Viktoríuá. Nálægt því voru
siðan aðrar byggingar. Þarna
var mikið um vörubíla, sem
fluttu þangað kúreka og birgð-
ir. Hjá söðlasmiðnum var gam-
all maður að gera við gamla