Úrval - 01.08.1963, Side 87
HJÁ KÚREKUM í ÁSTRALÍU
99
hnakka og búa til nýja. í næsta
húsi var sterklegur járnsmiður
að hamra skeifur. Hér og þar
voru Ástraliusvertingjar að
störfum, að velta olíutunnum
eSa stafla timbri. Þeir töluðu
saman mjúkum röddum. Þetta
var líkt og siðasti þáttur í leik-
riti, þar sem allt stefnir að síð-
asta, mikla hápunktinum, nauta-
rekstrinum mikla, hápunktinum
í önnum ársins.
Dagarnir liðu fljótt, og sífellt
jókst undirbúningurinn. Einn
daginn síðdegis sást rykský
úti við sjóndeildarhringinn.
„Hjörðin er að lcoma til nauta-
réttanna,“ sagði Nugget. „Á
morgun verða þau bólusett. Og
svo byrjar „Sýningin mikla“.
„Þig vantar teppi til þess að
breiða yfir þig á nóttunni úti í
auðninni,“ sagði Larry viS mig.
„ftg sæki þig snemma i fyrra-
máliS.“
Við lögðum af stað eftir
morgunverð og ókum yfir gula
grassléttuna út að miklum
nautaréttum. Inni í þeim mátti
greina eina iðandi hornakös, og
yfir þeim hvíldi rykský. Við
einn vegginn var nokkurs
konar trérenna, sem tók 20—30
öskrandi naut í einu. NautaskoS-
uuarmaður og aðstoðarmenn
lians gengu hratt frá einu dýri
til annars og sprautuðu mót-
þróafulla skepnuna i skyndi.
Þegar við nálguðumst, réðst
illt naut á trévegginn af slíku
afli ,að jörðin umhverfis okkur
virtist skjálfa. „Já, þeir eru
nokkuð illir, sumir þessir,“
sagði Nugget. „Ég vona, að þeir
verði elcki óðir i kvöld.“
Þegar við vorum að tala sam-
an, sáum við móta fyrir tveim
einkennilegum skepnum á hæð-
arbrún nokkuð langt í burtu.
„Úlfaldar,“ sagði Nugget. „Það
er skrýtið, hve mikið er af úlf-
öldum hérna. Áður en þeir luku
við járnbrautina frá Adelaide til
Alice Springs árið 1929, þá
fóru einu birgðaflutningarnir
hingað fram með hjálp úlfalda-
lesta undir stjórn kaupmanna
frá Afghanistan. Nú ganga úlf-
aldarnir villtir, og stundum
fjölgar þeim óskaplega.“
Á meðan nautaskoðunarmenn-
irnir og kúrekarnir voru að
bisa við nautin, talaði ég við
smalana um óströlsku nauta-
þjófaraa.
„O, það er nú ekki hér eins og
í Texas,“ sagði einn þeirra,
rauðhærður náungi, mjög rauð-
hirkinn. „Mér er sagt, að þeir
sæmi menn heiðursmerki, ef
maður drepur mann í Texas, en
hengi mann, ef maður stelur
nauti. Hérna eru flestir nauta-
þjófar.“
„Þetta er alveg rétt,“ sagði
annar kúreki, ljóshærður og