Úrval - 01.08.1963, Side 89
HJÁ KÚREKUM Í'ÁSTRALÍU
101
þess, að halda hjörðinni saman,
komu nú ríðandi, bundu hesta
.sína, scttust við eldinn og fóru
að éta risavaxnar steikur ásamt
hrauði. Þeir litu alltaf öðru
hverju til eirðarlausra nautanna.
„Ég var að reka svona lióp
fyrir noklcrum árum,“ sagði sá
rauðhærði. „Þá gerðist það
fyrstu nóttina, að pokadýi-
skauzt út úr kjarrinu með villi-
hund á hælunum, og öll hjörð-
in splundraðist. Það tók okkur
viku að ná henni saman.“
„Það er ómögulegt að geta sér
til um, hvað fær nautin til þess
að missa alla stjórn á sér,“ sagði
Larry. „Stundum er það bara
ugla eða leðurblaka á flugi.
Versta uppnámið, sem ég' hef
orðið vitni að í nautahjörð,
varð eitt sinn, þegar matsveinn-
inn missti niður málmdisk.“
Brátt steig' ég á bak og reið
með Larry í áttina til hjarðar-
innar. Það var einkennilegt að
ferðast þarna í myrkrinu langt
úti í óbyggðunum. Öðru hverju
komum við auga á gúmtré, sem
birtist óljóst eins og draugur.
Það brakaði óhugnanlega í
greinunum i golunni. Stjörn-
urnar yfir höfði okkar virtust
ótrúlega skærar og lágt á lofti.
Þær glitruðu í ótal litum eins
og japönsk ljósker i garðveizlu.
Öðru hverju heyrðum við lágan
bjölluhljóm, þegar nautin rás-
uðu með nautabjölluna um háls-
inn.
„Nautin eru alls ekki skörp,“
sagði Larry. „En samt gerist
það stundum, að þegar bjalla er
sett á naut, sem er strokgjarnt,
lærist því að ganga svo var-
lega, að ekki heyrist í bjöli-
unni. En þegar það er komið
nægilega langt burt, tekur það
á æðisgengna rás eins og dá-
dýr.“
Við riðum aftur að eldinum.
Nugget var að syngja „Draum
kúrekans" hástöfum. Kúreki
nokkur, sem kallaður var Paddy
liross, leit með aðdáun á Nugg-
et. „Það er prýðilegt að vera
moð náunga eins og Nugget
hérna úti i óbyggðunum. Hann
hefur alltaf eitthvað að segja."
Ratbag kinkaði kolli og sagði:
„Alveg rétt. Sumir náungar gera
mann alveg vitlausan. Manni
leiðist svo að vera með þeim,
og' maður verður svo óskaplega
einmana. Eftir tvo fyrstu dag-
ana hafa þeir ekki orð að segja.“
Hestur nokkur kom út úr
myrkrinu og' gekk að steika-
hrúgunni, sem var á borðinu
nálægt bílnum. Feiti matsveinn-
inn hrópaði að honum: „Burt
frá steikunum, Radísa!“ Hest-
urinn snautaði skömmustulegur
burt og brokkaði út í myrkrið.
„Ég hef aldrei áður séð jálk,
sem étur steikur/1 sagði Nugget.