Úrval - 01.08.1963, Side 94
106
U R V A L
reynzt liraustur hermaður.
Hann hafði feikilegt yndi af
veðreiðum og' kappakstri. Menn
hans dáðu hann. Hann spilaði
við þá teningsspil, drakk með
þeim og veitti þeim ríkuleg
laun fyrir hollustu, er þeir
sýndu honum. Hann skipaði sér
fremst í fylkingu i bardögum
og leiddi þá fram til sigurs.
Hann var kvæntur, en hann
kærði sig lítið um eiginkonu
sína.
Antoníus vissi auðvitað um
sambúð þeirra Cæsars og Iíleo-
pötru i Róm. Hann vissi um ó-
hófslif hennar. Hann vissi
einnig um hina miklu töfra
hennar. Hann hlýtur því að hafa
velt vöngum yfir þvi, hvilík
ævintýri hann ætti nú i vænd-
um, er hann frétti um komu
hennar i herbúðir hans í Litlu-
Asíu.
Kleopatra sigldi upp ána á
konunglegri snekkju sinni, er
umkringd var flota hennar. Og
brátt kom hún auga á herbúðir
Rómverjanna. Um kvöldið
snæddi hún kvöldverð sem gest-
ur Antoníusar. Hún hikaði ekki
við að beita persónutöfrum sín-
um gegn honum á hnitmiðaðan
hátt. Hún var ekki yndisfögur,
en hún var nú orðin 27 ára göm-
ul og kunni vel að beita kven-
legum töfrum sínum til hins
ýtrasta. Hin austurlenzka ver-
aldarvizka var hehni í blóð bor-
in og hafði lilotið sína þjálfun.
Plutarch lýsir henni á þennan
hátt:
„Fegurð hennar var alls ekki
svo eftirtektarverð, að engin
kona þyldi samanburð við hana,
né var fegurð hennar slík, að
hún ylli undrun við fyrstu sýn.
En dveldi maður um tima i ná-
vist hennar, voru áhrif nær-
veru hennar ómótstæðileg. Hinn
aðlaðandi persónuleiki hennar,
ásamt töfrandi viðræðum og
þeim sérkennilega, persónulega
hlæ, sem hún gæddi allt, er
hún sag'ði og gerði, —; — — allt
var þetta ósegjanlega töfrandi.
Það.eitt, að heyra hljóm raddar
hennar, var undaðslegt, en ýmis
tungumál léku henni ljúfleg'a á
tungu, og' gat hún lefkið á mis-
munandi strengi þeirra líltt og
strengi hljóðfæris.“
Og allt frá þessum fundi
þeirra gleymdi Antoníus Róma-
borg, gleymdi skyldum við her
sinn, þjóð sína, erfðavenjur sín-
ar. Þetta var það, sem hann
hafði beðið eftir allt lífið,
þessi kona, sem var fulltrúi
allra kvenna og þar að auki
hinn mikla leyndardómur Aust-
urlanda holdi klæddur.
Antoníus fór með Kleopötru
til Alexandríu. Borg sú hefur