Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 97
ANTONÍUS OG KLEOPATRA
109
um í samræmi við óskir lians.
Hún vék ei frá honum á degi
eða nóttu. Hún tók þátt i ten-
ingaspili meS honum, hún drakk
meS honum og veiddi. Þegar
liann var að æi'a vígfimi sina,
var hún viðstödd og klappaði
honum lof i lófa.“
Antoníus tók að líta á sig sem
hálfguð. Árið 39 f. Kr., aðeins
tveim árum eftir að hann hitti
Kleopötru i fyrsta sinn, fór
hann til Aþenu, hinnar fornu
uppsprettu grískrar menningar,
og lék þar guðinn Dionysus við
ofsafengin hátíðahöld. Orðróm-
ur um ósæmilegt framferði hans
tók nú að berast til Ítalíu og
þótti eigi sæma Rómverja.
Tveim árum síðar sleit Anton-
íus sig úr faðmi Kleopötru enn
einu sinni, hélt til Rómaborgar
og endurnýjaði samninginn um
sameiginlega yfirstjórn Róma-
veldis, en hann hafði aðeins
verið til 5 ára i einu. Siðan
sneri hann aftur til Alexandríu.
Árið 32 f. Kr. ákvað Anton-
ius, að tími væri kominn fyrir
hann og Kleopötru að mynda
raunverulegt grískt-austurlenzkt
keisaradæmi er gerast skyldi
keppinautur Rómaveldis. Þess
vegna ákvað hann aS kvænast
Kleopötru. Hann tilkynnti ógild-
ingu hjónabands þeirra Oktavíu.
Oktavíanusi fannst sem hann
mætti til með aS gerast vernd-
ari systur sinnar, og liann rauf
því samstarfið við Antoníus að
fullu, lýsti því yfir, að hann
væri sjálfur hinn eini stjórn-
andi Rómaveldis og tók sér
nafnið Ágústus Cæsar.
Rómverska öldungaráðið
komst að því, að Antonius hafði
gjört erfSaskrá sína, og hún har
því glöggt vitni, hvílíkt heljar-
vald Kleopatra hafði ylir hon-
um. Ráðið ákærði hann nú fyrir
samsæri, sem miðaði að stofnun
austurlenzks keisaradæmis, sem
ekki myndi hlíta yfirráðum
Rómar. Ráðið samþykkti siðan
að lýsa þvi yfir, að Antonius
skyldi eigi lengur teljast liafa
yfirráð yfir hinum austurlenzka
hluta keisaradæmisins, og siðan
var Kleopötru sagt stríð á hend-
ur, en ekki honum.
Frá þeirri stundu einbeitti
Oktavíanus allri sinni orku að
þvi að ganga milli bols og höf-
uðs á andstæðingi sínum. Þessi
fjandsamlegu lið mættust svo
þ. 2. september árið 31 f. Kr.
í einni örlagaríkustu orrustu
sögunnar, orrustunni við Aktium
á vesturströnd Grikklands, en
sá staður er eigi langt fyrir
sunnan ríki það, er nú nefnist
Albanía.
Bæði landher og flota var
beitt í átökunum, en flotinn réð
úrslitunum. Það var Antonius,
sem lagði til orrustu. Sumir segja