Úrval - 01.08.1963, Page 98
110
ÚR VAL
að Kleopatra hafi talið hann á
að láta nú skriða til skarar, en
hún vildi, að liann liéldi undan
til Egyptalands, og áleit, að
hægt yrði að nota orrustu þessa
sem hulu, er hylja skyldi undan-
hald lians, þannig að liann kæm-
ist undan heill á húfi, livernig
sem úrslit orrustunnar yrðu. En
aðrir álíta, að hann hafi hvort
eð er verið uppiskroppa með
birgðir og hermenn hans og
sjóliðar liafi verið örmagna eft-
ir mildar heræfingar, svo að
hann hafi orðið að hætta á
þessa örvæntingafullu tilraun.
Kleopatra var með honum, og
hafði hún komið þangað með
60 skip úr flota sínum. Ekki
kemur söguheimildum saman
um það, hversu mörg skip hafi
tekið þátt í orustunni, en þau
hljóta að hafa verið yfir 200 í
liði livors þeirra.
Skip Antoníusar voru stórir
„orustuvagnar“, búin stórskota-
liðsútbúnaði fornaldarinnar,
stórum steinvörpum og öðrum
tegundum púðurlausra „byssa“.
Hann reyndi að sæta lagi til þess
að berjast i návígi og sigra
þannig óvinaflotann i skyndi.
En Oktavíanus var með létt
skip, sem létu mjög vel að
stjórn. Þau smugu hvað eftir
annað rétt fram hjá hinum
þungu galeiðum Antoniusar,
ollu miklum skemmdum á skip-
um hans, en komust sjálf hjá öll-
um meiri háttar skemmdum.
Flotarnir tveir héldu sjó-
orustunni áfram. Galeiðuþræl-
arnir voru hlekkjaðir við ár-
arnar að venju. Þeir stundu og
tóku á, svo að svitinn bogaði af
þeim. Þeim blæddi undan svipu-
höggum þrælkunarstjóranna,
sem þvinguðu þá miskunnar-
laust til þess að halda lífróðrin-
um áfram. Stundum tókst hin-
um þungu galeiðuni Oktavianus-
ar að sigla beint á hin minni
skip Antoníusar og reka odd-
hvöss bugspjótin inn í síðu
þeirra og sökkva þeim þannig.
Og þá kváðu við neyðaróp hinna
dauðadæmdu þræla og her-
manna. Antoníus og Kleopatra
voru á sitt hvorri galeiðunni.
Voru þær hraðskreiðar mjög.
Virtu þau viðureignina fyrir
sér og gáfu fyrirskipanir.
Og orrustan hélt áfram. Lengi
vel mátti ekki á milli sjá, hvort
liðið yrði sigursælla. Sumir
heimildarmenn segja, að lið
Antoníusar hafi verið tekið að
vinna nokkuð á og kynni að
hafa unnið, ef kné hefði verið
látið fylgja kviði, en þá liafi
Kleopatra tekið skyndilega
ákvörðun, sem enginn hefur
getað skýrt ástæðuna fyrir til
hlítar. Hún var orðin dauð-
þreytt á þessari langdregnu
orustu. Ef til vill áleit hún, að