Úrval - 01.08.1963, Page 100
112
Ú R V A L
keppinaut sinn, Antonius, og
taka hann af lífi. Hann áleit, aö
Kleopatra kynni að geta orðið
honum til aðstoðar. Hann stakk
upp á ráðagerð um að drepa
Antoníus og gaf um leið i skyn,"
að síðan yrði hann sjálfur,
Oktavianus, á hennar bandi að
fullu.
Löngu áður hafði hún látið
byggja geysimikið grafhýsi, og
þar áttu þau Antonius að hvila.
Þetta átti að vera sameiginlegt
grafhýsi þeirra, líkt og þau
höfðu átt auð og völd sameigin-
lega ásamt ást á lífinu. Nú sagði
hún Antoníusi, að allt væri
glatað og þau yrðu í sameiningu
að ganga dauðanum á hönd af
frjálsum vilja. Antonius hélt
síðan til grafhýsisins. Hann
áleit, að Iíleopatra hefði þegar
svipt sig lífi, og þvi lét hann
fallast á sverð sitt og stytti sér
þannig aldur.
IÍIeopatra hélt nú á fund
Oktavianusar til þess að krefj-
ast hásætis síns og annarra
launa. Iif til vill höfðu töfrar
hennar dofnað. Ef til vil leyfði
hin vaaxndi metorðagirnd Okta-
víanusar ekki neina slika töf.
Hann lét orð hennar eins og
vind um eyrun þjóta.
Hún hafði boðið sig fram, og
boð hennar hafði verið smánað.
Hún iðraðist svika sinna við
Antoníus, sem hún dáði svo
mjög, og' þvi þrýsti hún eitraðri
nöðru að brjósti sér og lét
þannig' lif sitt.
Oktavianus stjórnaði siðan
heimsveldinu gervöllu sem keis-
arinn Ágústus. Bókmenntir og
listir blómguðust um hans daga.
Oktavíanus og Antoníus . . .
keppinautar um völdin! Okta-
víanus, sem vann alla veröld-
ina, lil'ir enn . . . einn sins liðs
. . . í fornum annálum um dýrð
Rómaveldis. Antoníus, sem
glataði allri veröldinni, lifir
enn . . . í annálum ástarinnar
. . . i fylgd Kleopötru.
LÍFIÐ BYRJAR UM SEXTUGT!
Rannsókn á afköstum og afrekum 400 frægra manna mann-
kynssögunnar hefur leitt það í ljós, að meira en þriðjungur þeirra
vann sín mestu afrek, eftir að Þeir höfðu náð sextugsaldri. Það
má einnig teljast furðulegt, að 23% þeirra unnu sín mestu afreks-
verk ,eftir að þeir höfðu náð sjötugsaldri!