Úrval - 01.08.1963, Page 101
ÖRÐIN hefur þann
eiginleika, að draga
allt á yfirborði sínu
sem næst miðpunkti,
og er slíkur eigin-
leiki kallaður þyngdarafl eða
aðdráttarafl. Mæling á styrk
þess afls veitir mismunandi nið-
urstöðu eftir því, í hvaða hæð
frá yfirborði sjávar hluturinn
er. Við miðbaug veldur mið-
flóttaafl hluta, sem snúast með
jörðinni, því, að þyngdar- eða
aðdráttarafl þetta mælist minna
en á stöðum nær heimsskautun-
um, þar sem miðflóttaaflið verð-
ur hverfandi lítið. Jörðin er
einnig flatari á heimsskauta-
svæðunum, og veldur það þvi,
að afl þetta mælist enn öflugra
af þeim sökum vegna styttri
fjarlægðar frá miðpunkti jarð-
kringlunnar.
En aðdráttarafl jarðar gagn-
vart hlutum í lofti, þ. e. þyngd-
araflið, sem verkar þá, er leynd-
ardómsfullt afl, sem menn hafa
velt vöngum yfir allt aftur úr
grárri forneskju. Margar get-
gátur hafa komið fram um or-
sök þess. Aristoteles, gríski heim
spekingurinn, sem uppi var um
350 árum f. Kr., kom fram með
eina slíka kenningu, og er hún
sú fyrsta, sem menn geta með
vissu fundið höfundinn að. í
ritgerð sinni „Um himnana“
skýrir hann fall hlutanna í
Furðuveröld
þyngdarleysis
/ fuvðuveröld þgngdar-
leysisins úti í geimnum er
lifið enkennilegt. Þar er
ekkert, sem heitir „upp“
eða „niður“, „upp í loft“
eða „á grúfn“. Þar
svífa matarbitarnir upp aj'
diskinum, þar synda
menn í loftinu eða velta
eins og ósjálfbjarga
börn . . . ef tæknin kemur
ekki til sögunnar og
kippir þessu i lag. Og
auðvitað er hún þegar farin
að gera það!
áttina til jarðar á þann hátt, að
hann eignar þeim eiginleika,
er liann kallar „þyngd“. Hann
tók eftir því, að reykur, eldur
og loft (sem slepppt var lausu
undir vatni) reis upp fremur en
að falla niður til jarðar, og því
áleit hann þessi efni búa yfir
eiginleika, sem hann nefndi
„léttleika“, og eftir þessari sltil-
greiningu skipta hann öllum
hlutum í tvo flokka.
En eftir því sem menn komast
lengra frá jörðu, eftir því dregur
— The Magnificat
113