Úrval - 01.08.1963, Síða 102
114
Ú R VA L
iir aðdráttar- eða þyngdaraflinu,
þangað til það hverfur næstum
alveg úti i geimnum. Afleiðing-
in verður þyngdarleysi hlutanna,
vegna þess að það er næstum
ekkert, sem „togar“ hlutina i
áttina til jarðar eða í nokkra
aðra átt.
Mennirnir gera ætið ráð fyrir
aðdráttaraflinu, hvort sem þeir
sitja, standa eða hreyfa sig, en
sjaldan eru þeir hreyfingarlaus-
ir. Öll aðlögun mannanna bein-
ist í stefnu, er liggur niður, allt
frá lögun fótanna til legu heil-
ans i hauskúpunni. Margir vöðv-
anna ýta á til þess að halda
mönnum uppréttum, en aðrir
toga i til þess að gera þeim fært
að lyfta höndum, fótum og höfði
Allt meltingarkerfi mannanna
sýnir að vissu leyti viðbrögð
gagnvart aðdráttarafli jarðar-
innar. Blóðrásarkerfi hans er
byggt á „hydrostatics" þ. e.
kenningu um lóðrétta vökva-
súlu. Það þrýstir blóðinu út í
útlimina og dælir því þaðan
aftur.
Þegar um þyngdarleysi, er að
ræða, verða menn ekki eins
þrcyttir, vegna þess að vöðv-
arnir þurfa ekki að halda hinum
þyngdarlausa líkama uppi.
Þyngdarlausir menn verða
samt fyrir geysimörgum óþæg-
indum, þótt þeir þreytist kannski
ekki eins fljótt. Brauðmolar og
aðrir matarbitar lyftast t. d.
upp af diskunum og svífa um
Ioftið, vatn lyftist uppp fyrir
glasbrúnina og dreifist um allt
í dropatali. Það er nauðsynlegt
að ganga á segulmögnuðum
skóm, og menn verða að bera
sérstök hreyfitæki á bakinu til
þess að geta hreyft sig í geimn-
um. Þegar um þyngdarleysi er
að ræða, er með öðrum orðum
ekkert það til, sem heitir upp
eða niður, upp í loft eða á
hvolfi!
Reistir hafa verið þyngdar-
leysisklefar við margar banda-
riskar rannsóknastofur, til þess
að rannsaka megi þar líkams-
ástand og hegðun manna, sem
slíkar tilraunir hafa verið
gerðar á. Þær gefa til kynna hin
fjölmörgu vandamál og hinar
einkennilegu aðstæður, sem
geimfarar munu verða að glíma
við. Oft eru aðstæðurnar æsileg-
ar, en stundum mjög gremju-
legar og virðast stundum illlevs-
anlegar.
Hinn þyngdarlausi hr. W.
segir svo: „Lausir hlutir i kring-
um mann þjóta um allt. Pappírs-
blað á gólfinu lyftist upp og
sveif um eins og fiðrildi. Vind-
lingaaska lyftist upp úr ösku-
bakkanum likt og reykský eftir
kjarnorskusprengingu.“
flinn þyngdarlausi hr. X. segir
svo: „Ég komst að því, að ég