Úrval - 01.08.1963, Side 103
FURÐUVEROLD ÞYNGDARLEYSISINS
115
gat alveg óhræddur sett bæði
skrifblokk og blýant frá raér í
loftið fyrir framan mig (eða
uppi yfir höfði mér) og að hlutir
þessir voru þar kyrrir, þangað
til ég greip aftur til þeirra.
Sama gerði ég, hvað gleraugun
min snerti. Ég lagði þau frá mér
út í loftið, og síðan stakk ég
hausnum að þeim, þannig að
spangirnar lögðust að eyrunum
eða eyrun að spöngunum.“
Hinn þyngdarlausi hr. Y. segir
svo: „Ef ég ýtti á hnapp á tækja-
borði, þá var það nóg átak til
þess að ég ýttist síðan aftur á
bak þvert yfir klefann. Þegar ég
reyndi að festa ró með skrúf-
lykli, þá snerist ég bara i loft-
inu í stað róarinnar, sem átti að
snúast og festast. Síðan hafa
verið búnir til sérstakir geim-
skrúflyklar. Þ'eim er þrýst fast
að rónni og haldið þannig, því
að það er alveg gagnslaust að
snúa og snúa, þegar maður er
þyngdarlaus."
Hinn þyngdarlausi hr. Z. segir
svo: „Þyngdarleysið skapaði
mö'rg vandamál. Það var t. d.
héilmikið vandamál, hvernig
fara átli að þvi að borða og
drekka. Bezta lausnin hefur
reynzt vera töflur, sem eru á
stærð, við venjulega munnbita,
og er þeim stungið einni og
einni upp í munninn. Ég drakk
vökva úr mjúkum hylkjum, sem
líktust tannkremshylkjum. Ég'
þrýsti á hliðar hylkisins og
sprautaði vökvanum upp i mig.
Ég gætti þess að stinga opinu
upp í munninn. Þannig drakk
ég ýmsa vökva og súpur.“
Á Wright-Patterson herflug-
vellinum voru mennirnir i þyng-
arleysisklefunum í segulmögn-
uðum ilskóm. Þeir eru með al-
uminíumsólum, og við sólana
eru kirfilega festir sivirkir segl-
ar. Mönnum þessum fannst það
furðllegast, að þeim fannst fæt-
urnir segja sjálfkrafa til um,
hvað niriur sneri. Einn af mönn-
unum, sem gekk neðan á lofti
klefans, skýrði frá því á eftir,
að honum hafi þótt það furðu-
legt, að sjá flugmanninn sitja á
hvolfi, þ.e. standa á höfði i set-
stellingu. Honum fannst, að
mennirnir, sem stóðu á gólfinu,
stæðu á höfðinu.
Menn bregðast ekki allir eins
við þyngdarleysinu. Sumum
finnst þeir svífa, öðrum finnst
þeir séu að hrapa. En þetta
merkir samt ekki, að menn
megni alls ekki að hreyfa sig.
Þegar þeir voru látnir svífa í
lausu lofti í klefunum, gátu þeir
komizt áfram með því að taka
sundtök, likt og þeir væri í
vatni. Einnig geta þeir velt sér
hverja veltuna af annarri og
komizt þannig áfram. Það gera
þeir með því að draga hnén