Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 111
ÞÆTTIR ÚR GRÓÐURSÖGU HÁLENDISINS
123
þessuni slóðum, svo að varla er
unnt að draga miklar ályktanir
um veðurfarsbreytingu af þess-
um fundi. Hins vegar svipar
hlíðargróðri í Arnarfelli og Múl-
unum sunnan Hofsjökuls enn að
sumu leyti til skógarbotnagróð-
urs. Vex þar t. d. blágresi. Sama
máli gegnir um gróður víða í
hlíðum við austurbrun Lang-
jökuls. Má því ætla, að skógar
liafi vaxið allofarlega í landinu
á hlýviðrisskeiðum. Til þessar-
ar útbrciðslu skóga benda einnig
leifar birkiblaða, fundnar við
Blautukvíslarbotna sunnan við
Þóristind í um 500 m hæð yfir
sjó (Kjartansson 1958).
GRÓÐURBREYTINGAR
UM LANDNÁMSÖLD.
Við landnám liafa skógarmörk
ef til vill staðið lægra en á
mesta blýviðrisskeiði lurka-
tímabilsins. Er hæg't að gera sér
nokkra grein fyrir þvi, hvar
þessi skógarmörk bafa legið,
með því að rekja þær skógar-
leifar, sem enn ])á eru til í
landinu. A Kjalarsvæðinu eru
efstu skógarmörk við Karls-
drátt og í Fróðárdal norðan
Hvítárvatns í um 000 m hæð yfir
sjó (Steindórsson 1944). Eins
má marka þetta nokkuð af ör-
nefnum, sem benda til skógar,
þótt nú liafi öllum skógi verið
eytt af því landi. Til dæmis
heita Fitjaskógar upp með
Þjórsá neðan Gljúfurleitar, þótt
enginn sé þar nú skógur lengur.
Eins gætu lurkalög og kolgraf-
ir gefið bendingar um þessi
efstu skógarmörk á landnáms-
öld.
Af þessum og öðrum heimild-
um sést, að hæstu skógarmörk
bafa sennilega legið í 500—000
metra bæð sunnan jöklj
(Bjarnason 1944). Við komu
mannsins lil landsins taka þessi
skógarsvæði brátt að eyðast og
jarðvegur að blása upp.
A öllu belzta bálendi fyrir
ofan birkiskógarmörk hefur ver-
ið víðir, grasa- og hálfgrasagróð-
ur, nema þá lielzt á Tungnaár-
öræfum. Hefur jökullinn horfið
seinna af því svæði, en við hafa
tckið mikil hraun- og vikurgos.
Nokkrar líkur má leiða að því,
hve gróðurhula og jarðvegs-
myndum á Kili hefur verið mik-
i 1, með því að athuga veðrun
stórgrýtis, sem getur að líta,
dreift um allt svæðið. Á öllum
hærri hæðum, sem eru í og yfir
000 m yfir sjó, eru þessir stein-
ar mjög morknir ofan frá að
rótum og þétt vaxnir skófum, en
Jægar neðar dregur á Kjalar-
svæðið, niður undir Tjarnheið-
ina, er stórgrýti aðeins morkið
í toppinn og klætt skófuin og
mosa, en í um 50—00 cm hæð
frá jörðu er moldarlitur á sléttu