Úrval - 01.08.1963, Síða 118
130
ÚR VAL
persónum árlega. Sérhver þeirra
er myndaður úr ýmsum þáttum
mannsraddarinnar, líkt og Al-
vin, og meS hjálp rafeindatækja.
Og sérhver þeirra lifir aðeins á
grammófónplötu. Hljóð, sem
heyrast á metsöluplötum sumra
söngstjarna, eru oft og tíðum
harla ólík þeim hljóSum, sem
konni úr barka söngstjörnunnar,
jjegar hún söng i hljóSnemann.
Brallplatan eSa „skapaða
platan“, eins og sumir vilja
heldur nefna hana, náði sér
fyrst á strik meS velgengni Les
Pauls og Mary Ford á árunum
rétt fyrir 1950. Paul notaði
segulbandstæki til þess aS láta
gítarleik sinn hljóma eins og um
væri aS ræSa fullan sal af gít-
urum. Hann lék inn á bandiS
með vissum hraSa, en svo lét
hann bandið spila þetta á öðr-
um hraða, bætti við bergmáli,
og svona hélt hann áfram að
leika og láta bandiS spila lagiS
endalaust. SíSar lék bann inarg-
ar upptökur af rödd Mary Ford
inn á bandiS, og þannig breytti
hann einum gítarleikara og
einni söngkonu í fullan sal af
gíturum og' heilan kvennakór.
Salan á plötum Les Pauls
hnekkti öllum fyrri sölumetum.
Þar aS auki varS bún til þess
að vekja plötuiSnaðinn af vær-
uin blundi. Útbúnaður sá og öll
sú tæki, sem plötuútgáfufyrir-
tækin hafa nú yfir að ráða,
gera þaS aS verkum, að tilraun-
ir Pauls virðast næstum frum-
stæðar.
Við skulum hugsa okkur ung-
an söngvara og taka hann sem
dæmi. Við skulum skíra hann
Rikka Regnboga. Rikki hefur
aldrei sungið inn á plötu áður,
en framkvæmdastjórum plötu-
útgáfufyrirtækisins finnst rödd
hans hafa yfir sér einhvern
blæ, sem einkennist af ólund og
Jiess háttar kyntöfrum, sem
ábrif myndu hafa á unglings-
stelpur. Fyrirtækið er nú þegar
búið að festa töluvert fé til þess
að skapa Rikka grammófón-
persónuleika.
HerferSin hefst, þegar Rikki
kemur til þess að syngja inn á
plötu í fyrsta sinni. Þegar allir
eru reiðubúnir til þess að hefja
sitt starf, er Rikki settur inn í
einangraðan klefa, sem er á
stærð við fataskáp. Rikki getur
heyrt það vel i hljómsveitinni,
að hann getur fylgzt með hljóm-
listinni, þegar hann syngur, og
hann getur séð hljómsveitar-
stjórann gegnum litinn, lokaðan
glugga. En hann sjálfur er
hljóðeinangraður. Þótt Rikki
syngi ekki hærra en lasburða
kettlingur, gæti tæknifræðingur-
inn aukið hljómmagnið, þangað
til Rikki myndi yfirgnæfa heila
herdeild af trombónum.