Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 119
SÖNGRADDIR DÚNAR TIL . . .
131
Framleiðandinn og tækni-
fræðingurinn hlusta gagnrýnir
á svip, þegar Rikki byrjar að
syngja. Þeim finnst rödd lians
helzt til mjóslegin. Tæknifræð-
ingurinn byrjar að snúa alls
kyns hnöppum. Fyrsti hnappur-
inn bætir bergmálstón við
röddina. Það veitir röddinni
nieiri fyllingu. Síðan eru lægri
tiðnirnar auknar dálítið, og það
virðist veita rödd Rikka Regn-
hoga nokkra dýpt. Síðan sér há-
tiðnisía um að lireinsa nef-
hljóð að miklu leyti úr rödd
hans. Tæknifræðingurinn getur
aukið hljóð hinna ýmsu tiðna
til þess að bæta úr sumum radd-
göllum eða til þess að bæta ein-
hverjum raddgæðum við, sem
honum finnst Móðir Náttúra
ekki hafa gætt rödd Rikka Regn-
boga.
Smám saman finna framleið-
andinn og tæknifræðingurinn
þær réttu vélrænu stillingar
tækjanna, sem munu framkalla
þann sérstaka raddblæ, sem
þeir álíta, að muni hjálpa til
þess að selja plötur Rikka
Regnboga.
Meðhöndlunin á rödd Rikka
er aðeins sú fyrsta af rafeinda-
brellunuro. Framleiðandinn og
tæknifræðingurinn hafa slíkt úr-
Val tækja sér til hjálpar, að það
er þeim leikur einn að skapa
nýja rödd handa Rikka Regn-
boga, en það er ekki allt og
sumt, heldur geta þeir skapað
nýja tóna banda hljómsveit-
inni, sem leikur undir hjá hon-
uin. Tæknifræðingurinn setur
fyrst upp hljóðnema fyrir fram-
an sérhvert hljóðfæri. Hljóð
hvers hljóðfæris eða nokkurra
liljóðfæra í sameiningu er liægt
að hækka og lækka, magna og
deyfa eftir vild eða jafnvel
breyta þeim algerlega.
Vilji tæknifræðingurinn fá
fram háa fiðlutóna, magnar
liann hátónana og dregur úr
bergmálinu. Hann magnar djúpu
tónana og bergmálið, ef hann
vill fá fram trombóntón með
djúpri fyllingu.
En tæknifræðingurinn vill
geta stjórnað tónum hljóðfær-
anna enn frekar en þetta. Því
dreifir hann hijómsveitarmönn-
unum um upptökusal, sem er á
stærð við körfuboltavöll. Sá,
sem hlustar siðar á plötuna,
álítur kannske, að hljómsveit-
armennirnir sitji þétt saman i
einum hóp. En svo er nú ekki.
Píanóið er kannske í einu horni
salarins, en fiðlurnar í öðru.
Kontrabassinn er hinum megin
í salnum, og trumbuslagarinn
er ekki langt frá honum. Ein-
angraðar hlífar á vissum stöð-
um í salnum gera það að verk-
um, að tónarnir berast vart á
milli, þannig að þeir blandist