Úrval - 01.08.1963, Side 120
132
Ú R VA L
saman við upptökuna. Hljóm-
listarmennirnir heyra nægileg'a
vel hver til annars til þess að
geta leikið saman, en hljóðnem-
arnir, sem eru beint fyrir fram-
an hvern þeirra, munu vart ná
öðrum tónum en þeim, sem
koma frá hljóðfærinu fyrir
framan þá.
Á æfingum laga tæknifræð-
ingurinn og framleiðandinn
tóna hinna ýmsu hljóðfæra til
eins og þeim sýnist, þar til
liljómsveitin hljómar í samræmi
við óskir þeirra. .Blásturshljóð-
færin fá svolítið aukabergmál.
Tónar strengjahljóðfæranna eru
magnaðir, og þeir fá einnig svo-
lítið bergmál (enda getur dug-
legur tæknifræðingur tvöfaldað
fiðluleikaranna á plötunni).
Hægt er að magna svo hljóð
gítaranna, að tónarnir þekkjast
alls ekki aftur. Er þetta oft gert,
ef hin tilvonandi söngstjarna er
látin leika á gítar. Hægt er að
breyta röddum söngflokka eða
tónum vissra liljóðfærategunda
hljómsveitarinnar á þann hátt,
að fram komi einhver sá sér-
kennandi radd- eða tónblær,
sem framleiðandinn vonar, að
geti orðið nokkurs konar vöru-
merki hópsins.
Nú eru hljóðnemarnir haíðir
mjög nálægt söngvurum og
hljóðfærum, og þannig er tónn
Iivers hljóðfæris skír, skær og
ótengdur tónum annarra hljóð-
færa. Einn tæknifræðingur segir
um þetta atriði: „Við erum að
leitast við að setja öll hljóðfær-
in i einu fram i fremstu víglínu
og svo söngvarann fyrir framan
liana.“
En upptakan er alls ekki sið-
asta tækifærið, sem stjörnu-
skapendurnir liafa til þess að
móta söng og tóna. Flest plötuút-
gáfufélögin taka upp á þriggja
rása band eða segulfilmu. Hægri
og vinstri rásar stereomerki frá
hljómsveitinni eru tekin á ytri
rásirnar, en miðrásin tekur upp
rödd söngvarans eingöngu.
Tæknifræðingurinn og framleið-
andinn geta síðan endurleikið
j^etta af bandinu í það ósendan-
lega og sífellt skapað nýtt jafn-
vægi milli hægri og vinstra rás-
ar annar vegar og miðrásarinn-
ar hins vegar. Þeir geta þannig
dregið athyglina meira að rödd
söngvarans eða breytt raddblæ
og tónblæ á ótal vegu.
Auðvitað getur tæknifræðing-
urinn einnig afmáð augsýnileg
mistök, og hin endanlega upp-
taka, sem nota á á plötuna, er
oft sett saman úr hlutum úr
ýmsum upptökum. Slyngur ná-
ungi getur gert kraftaverk með
rakblað í hendi, þegar hann
vinnur að bandklippingunni.
Fred Reynolds, sem vann áður
fyrr hjá plötuútgáfufyrirtækinu
I