Úrval - 01.08.1963, Side 121
SÖNGRADDIR BÚNAR TIL . . .
133
RCA Victor, hefur sagt eftirfar-
andi sögu: „ÞaS var verið aö
leika og syngja söngleikinn
„Rauðhaus“ (Redhead) inn á
piötur með leikurum þeim og
söngvurum, sem höfðu leikið og
sungið i söngleiknum á leik-
sviðinu. Gwen Verdon hafði ný-
lega ofrcynt röddina, og gat hún
því ekki náð einum af hæstu
tónunum í „I Feel merely mar-
velous“ (Mér líður bara dásam-
Iega). En hún vildi ekki gefast
upp. Hún fékk sér að lokum
bolla af heitu tei, sem kryddað
var með hunangi, og reyndi síð-
an aftur og aftur. Og að lokum
náði hún lokatóninum „dásam-
lega“. Svo þegar ég var að lag-
færa bandið seinna um nóttina,
þá setti ég bara lokatóninn háa
inn á réttan stað i aðalupptök-
unni. Reyndu að finna einhverja
niissmíði á söngnum á plötunni,
ef þú getur.“
Tæknifræðingar og framleið-
endur skapa ekki nýjar raddir
sér til dundurs. Og það er ekki
heldur um það að ræða, að það
sé bara verið að reyna þessar
brellur til þess að sýna, að slíkt
sé bægt. Þeir gera þetta, vegna
þess að þetta hjálpar til þess að
selja plöturnar. Hvatningin til
þess að framleiða plötur, sem
seljast, er ofboðsleg. Af yfir 2000
plötum léttrar tegundar, sem
framleiddar eru árlega, verður
aðeins roksala i um 150 þeirra.
Hinar standa rétt aðeins undir
kostnaði, eða það verður tap á
þeim. Framleiðandi, sem fram-
leiðir of margar tapplötur, þarf
fljótlegra að fara að leita sér að
nýrri atvinnu. Þvi er haldið
áfram að leika upptökuna og
endurleika, taka hana upp að
nýju á ótal vegu. Og síðan veltir
hann lengi vöngum yfir þessu,
áður en hann tekur ákvörðun.
Er þessi nýja rödd, sem nú
er nýbúið að skapa, sölurödd?
Framleiðandinn gerir smávegis
breytingar við hverja endur-
upptöku. Hann bætir inn brellu-
tóni á einum stað, dregur úr
tónum á öðrum stað. Einn
framleiðandi lýsir þessari að-
ferð á þennan hátt: „Eftir dá-
lítinn tíma er maður raunveru-
lega hættur að heyra. Stundum
vinnur maður við eitthvert
band tímunum saman, gerir
breytingar hér og þar, samræm-
ir rásirnar. Svo leikur maður
að lokum á nýjan leik og tek-
ur þetta upp aftur með öllum
breytingunum. Síðan leikur
maður upphaflegu upptökuna
aftur óbreytta, svona rétt til
samanburðar. Manni bregður ó-
notalega. Maður getur ekki ti'ú-
að því, að fyrsta upptakan liafi
verið svona góð. Ég man, að
einu sinni hafði ég hlustað
stanzlaust í átta tíma og gert