Úrval - 01.08.1963, Side 124
13(5
ÚR VAL
ltonar fyrirbrigði er þá þetta
svolcallaða „taugalost“, fyrst
einn deyr af völdum þess, en
annar jafnar sig algerlega eftir
örstuttan tíma?
Vandinn er sá, að orð þetta er
notað yfir margs konar fyrir-
brigði. Skurðaðgerðarlost er
læknisfræðileg nafngift, og með
því er ekki átt við, að einhver
hafi verið gripinn ofsahræðslu.
En þetta fyrirbrigði er ein al-
gcngasta dánarorsök fólks, sem
slasazt hefur og aðgerðir eru
gerðar á.
ÓTTASLEGIÐ FÓLK.
Óttaslegið fólk fellur oft i
öngvit, og misskilnings getur
orðið vart, vegna þess að fyrstu
merkin um lost líkjast öngviti.
Sá, sem fyrir þvi verður, hníg-
ur niður, missir meðvitund, liúð
hans fölnar, og æðaslátturinn
verður veikur og óstyrlcur. Sé
aðeins um venjulegt yfirlið að
ræða, rankar maðurinn við eft-
ir nokkrar mínútur, ef honum
er leyft að liggja endilöngum.
En þeim manni hrakar aftur á
móti stöðugt, sem fengið hefur
lost. Það er um gagnlegar sér-
stakar skilgreiningar að ræða,
þótt þær séu ekki alltaf ná-
kvæmar, á fyrsta stigs losti ann-
ars vegar, sem fólk fær stund-
um rétt á eftir slysi, og annars
konar losti, sem kemur ekki
fram strax, heldur um tveim
stnndum siðar og er miklu
hættulegra.
Fólkið i bifreiðaslysinu, sem
var svo heppið, að sleppa við
alvarleg meiðsli, varð samt
mjög óttaslegið. Það fékk dálít-
ið högg' við áreksturinn, og það
leið yfir það. Líkamsástand þess
líktist venjulegu öngviti, en það
hélzt leng'ur. Þegar það var
næstum komið til sjúkrahússins,
var það næstum búið að jafna
sig. Þetta er fyrsta stigs lost.
Öngvit og fyrsta stigs lost or-
sakast af taugaviðbragði, sem
fær margar litlar æðar til þess
að þcnjast snögglega út, svo
að blóðið þj'tur inn í þær. Heil-
inn fær því of lítið blóð, og
þetta veldur meðvitundarleysi.
Hjartað fær of lítið blóð og tek-
ur því að slá mjög ótt til þess
að reyna að halda blóðrásinni í
eins góðu horfi og hægt er.
Leggja skal sjúklinginn endi-
langan á bakið. Enn betra er að
hafa hærra undir fótunum og
lægra undir höfðinu. Og þá
rennur blóð frá fótunum aftur
til hjartans og heilans, og mað-
urinn jafnar sig fljótt. Hægt er
að tefja slíkt, ef um klaufalega
sjálfboðaliða er að ræða, sem
láta mannin sitja flötum beinum
í stól og þvinga hann til þess að
drekka vatnsglas, en slikt er al-
röng meðferð.