Úrval - 01.08.1963, Page 126
138
U R VA L
sjúkrahúsanna er því að reyna
að hindra, að fólk, sem lent hef-
ur í slæmum slysum, fái slíkt
lost. Hið þýðingarmesta er því
að koma blóðmagni blóðrásar-
kerfisins í rétt horf, en slikt
er gert með tafarlausri gjöf
blóðs eða blóðvökva.
Að vísu er þýðingarmikið að
halda sjúklingnum hæfilega
hlýjum, en samt hefur löngu ver-
ið liætt við hina gömlu aðferð að
hindra slikt lost með hitaflösk-
um og geislahitun. Of rnikill
hiti fær æðar húðarinnar til
þess að þenjast út. Að vísu hef-
ur þetta þau áhrif, að dauða-
fölvi sjúklingsins hverfur og
roði færist í kinnar honum.
Hann lítur að vísu miklu betur
út, en hann þarfnast ekki blóðs
út í húð sina, heldur til hjarta
og' heila, og það er miklu betra,
að hann haldi áfram að vera föl-
ur og allt að því kaldur við-
komu í nokkurn tíma.
BEINBROT.
Kvalir lækka blóðþrýstinginn,
og þvi verður að stöðva kval-
irnar. Þvi er sjúklingnum gefin
sprauta með morfíni eða ein-
hverju siikn kvalastillandi efni,
t. d. pethidini. Búið er ósköp
varlega um hið brotna bein með
spelkum, og þess er gætt, að
eins vel fari um hann og mögu-
legt er, en engin tilraun er gerð
til þess að ganga frá beinbrot-
inu að fullu og skeyta saman
beinendana, fyrr en liætta á losti
er um garð gengin. Sé hann
meðvitundarlaus og óttasleginn,
þá hefur það mikið að segja, að
sjúkraliðið sé fremur hressilegt
eða glaðlegt, fullvissi hann um,
að honum muni bráðlega batna,
reyni að eyða ótta lians um
aðra, sem lent hafa í árekstrin-
um með honum, og sinni
kvabbi hans eftir beztu getu.
Þetta er ekki rétti tíminn til >
þess að segja honum, að einn
farþeginn hafi dáið eða lögregl-
an biði úti fyrir til þess að geta
yfirheyrt hann.
Oft er hægt að koma í veg
fyrir lost. Hægt er að stöðva
það, ef það er rétt aðeins að
byrja. Sé því ekki sinnt, getur
það orðið mjög hættulegt og
getur riðið sjúklingnum að
fullu. Auðvitað er mikið komið
undir eðli áverkans og því,
hvort hann er alvarlegur. Alvar-
legir höfuðáverkar, slæm bruna-
sár og skemmd nýru munu valda
verra losti en brotinn fótur eða
önnur tiltölulega hættulítil
meiðsli.
Þegar hjálp i viðlögum er
kennd, er venjulega aðeins
fjallað um fyrsta stigs lost. Þá
skal hafa höfuð sjúklingsins
lægra en fætur hans eru, reynt
skal að draga úr kvölum og