Úrval - 01.08.1963, Page 128
Ú RVALSBÓK I N
SÍÐUSTU DAGAR
DOOLEYS LÆKNIS
EFTIR JAMES MONAHAN
Thomas A. Dooley læknir var
liðsforingi í bandaríska flotanum.
Árið 1956 kom út bók hans
„Deliver us from evil“ (Frelsa oss
frá illu), en í henni lýsir hann
m. a. umrótinu í Indó-Kína, hinum
gífurlega flóttamannastraumi og
illum kjörum flóttafólksins í
fióttamannabúðunum í Haiphong.
Hann vann að brottflutningi 600.000
flóttamanna þaðan til Suður-
Vietnam, er kommúnistar náðu
Norður-Vietnam á sitt vald.
Síðar hætti hann störfum í flot-
anum og sneri einnig baki við sér-
staklega glæsilegum framtíðarhorf-
um sem eftirsóttur læknir auðugs
fólks, en tók að vinna að alefli að
hugsjón sinni. Hún var fólgin í því
að koma á stofn eigin sjúkraskýli
og læknisþjónustu í Laos. Þetta
var honum sem köllun, er virðist
hafa gripið hann föstum tökum.
Hann ferðaðist um og flutti fyrir-
Iestra um þetta hugðarefni sitt.
Ágóðinn af þeim og höfundarlaun
140
fyrir fyrstu bókina hans runnu til
þess arna. Hann taldi ýmsa verk-
smiðjueigendur á að gefa lyf og
tæki, og að lokum tókst honum
að koma sjúkraskýli þessu á lagg-
irnar. Þetta var sem að hella olíu
á eld, því að þetta magnaði ein-
göngu löngun hans til þess að
hjálpa öðrum Asíuþjóðum, er
hjuggu við lækna- og lyfjaskort.
Hp.nn gerðist ákveðinn í að færa
út kvíarnar og hélt áfram baráttu
sinni í því augnamiði. Um þetta
fjallar önnur bók hans „The edge
of to-morrow“ (Það hillir undir
morgundaginn).
Þriðja bók hans „The night they
burned the mountain“ (Nóttin,
þege.r fjallið var brennt) lýsir því,
hvernig hann færir' smám saman
út kvíarnar. Starfsemin hófst með
litlu sjúkraskýli í Laos, en upp af
þeirri byrjun óx alþjóðlegur fé-
lagsskapur, er „Medico“ nefnist.
Bók;nni lýkur á því, að Dooley
lækni er tilkynnt, að hann þjáist