Úrval - 01.08.1963, Side 129
?,{ illkynjuðu „svörtu“ krabba-
meini (melanoma), en það er
sjaldgæf tegund þess sjúkdóms.
Átti sjúkdómur þessi eftir að verða
banamein hans.
Þrátt fyrir miklar þjáningar síð-
ustu mánuðina, hélt Dooley læknir
ctrauður áfram skeleggri baráttu
fyrir hugsjón sinni og ferðaðist
heimsendanna á milli í því augna-
miði í viðleitni sinni til þess að
víkka starfssvið „Medico ‘. Hvern-
ig tókst honum að halda baráttu
sinni áfram t.il hinztu stundar?
Hvað veitti honum slíkan ofur-
mannlegan styrk?
Bókin „Before I sleep: The last
dp.ys of dr. Tom Dooley (útg. 1981)
fjallar um þessa hetjulegu baráttu.
Vinum hans og samstarfsmönnum,
sem nú halda áfram hjálparstarfi
hans, var það ljúft að láta höfundi
í té sem gleggstar upplýsingar um
starf lians og líf þessa síðustu mán-
uði í lífi hans.
Þetta er frásögn um óskiljanlegt
hugrekki og ótrúlega árangursríkt
starf, sem unnið var í þrotlausu
kaúphlaupi við tímann og þjáning-
arnar.
.......................... J
lOLA kvölds. þann
24. ágúst árið 1959
í , var varla hægt að
þverfóta á gangin-
um á 10. hæð í New
York’s Memorial Center for
Cancer and Allied Diseases
(Sjiikrahús New York fyrir
krabbamein og skylda sjúk-
dóma) fyrir leiðslum, sjónvarps-
upptökutækjum og sjónvarps-
tæknifræðingum. Inn í stofu nr.
910 logaði á ofsabjörtum upp-
tökuljóskösturum, enda voru
upptökuvélarnar i fullum gangi.
Thomas A. Dooley, ungur lækn-
ir, gæddur miklu sjálfsöryggi,
var nýkominn í sjúkrahúsið tii
þess að láta framkvæma á sér
geysimikla skurðaðgerð. Hann
hafði komið fljúgandi beint frá
frumskógum Laos. Hafði liann
samþykkt, að tekin yrði heim-
ildarkvikmynd af uppskurðin-
um og aðdraganda hans, sem
nefnast skyldi „Ævisaga krabba-
meins“ og sýna átti siðan i sjón-
varpi.
Howard K. Smith, fréttamað-
ur frá CBS, hóf spurningahríð-
ina með þessum orðum: „Dr.
Dooley, þér virðizt taka þessu
öllu fremur léttilega. Er yður
raunverulega þannig innan-
brjósts?“
Tom Dooley sat upp við dogg
i sjúkrarúmi sínu. Hann var
horaður og kinnfiskasoginn, en
þó unglegur og glæsilegur i blá-
um náttfötum. Hann brosti und-
irfurðulega og svaraði:
„Væri það hyggilegt af mér
141
SÍÐUSTU DAGAR DOOLEYS LÆKNIS