Úrval - 01.08.1963, Side 131
SÍÐUSTU DAGAR DOOLEYS LÆIŒIS
143
að stemma stigu fyrir honum
með skurðaðgerð. Sé ekki um
neitt krabbamein að ræða á
þessu svæði neðan til á bring-
unni, þá verður framkvæmdur
annar uppskurður eftir nokkra
daga. Verður þá skorið ofar í
brjóstið.
Til altrar hamingju fundust
engin merki um krabbameins-
vöxt í vefnum, sem tekinn var
neðan til af bringu Dooleys
þennan dag. Og þ. 27. ágúst
beindust myndavélarnar því aft-
ur að skurðborðinu, sem Doo-
ley iá á í svæfingardái. í þess-
uin uppskurði átti að skera burt
hægra brjóst Dooleys. Skera
þurfti burt vefi, vöðva og
kirtla, sagði dr. Randall til
skýringar, jafnvel alveg inn und-
ir holhöndina, „til þess að fjar-
tægja rót mögulegs illkynjaðs
vaxtar.“
„Hve lengi mun uppskurður-
inn standa,“ spurði blaðamað-
urinn. „3—4 tíma,“ svaraði dr.
Randall, „þar með talinn auka-
upskurður, en i honum verður
tekin húð neðan til af læri sjúk-
lingsins og grædd á skurðstað-
inn á bringunni. (Þetta varð til-
efni til glettnislegs svars Doo-
leys við spurningum fólks, er
spurði hann síðar um uppskurð
þennan: „Sko, þar sem geirvart-
an var, þar er nú að vaxa hné.“)
Það iiðu meira en 3 stundir,
þangað til skurðlæknirinn leit
upp frá risastóru en næstum
blóðlausu sárinu á bringu Doo-
leys og sagði: „Ég hef mikla
samúð með þessum manni.
Hann hefur hagað sér líkt og
hann hefði engar áhyggjur af
þessu, en slíkt er lækni næst-
um algerlega ómögulegt.“
Þegar uppskurðinum var lok-
ið, spurði Smith blaðamður dr.
Randall: „Hvað álítið þér um
batamöguleika hans?“
„Möguleikar hans á bata eru
ágætir, hvað næstu vikur eða
mánuði snertir, en það er að-
eins hægt að sjá það með hjálp
tiðra rannsókna um lengri
tíma, hvort krabbameinið hefur
borizt út i bióðið og með því til
annarra staða i líkamanum. Þá
gæti það verið farið að vaxa í
smálögum i lungum hans, lifur
eða öðrum lifsnauðsynlegum líf-
færum.“
Tom Dooley var kominn á
fætur þ. 4. september, þegar
myndavélarnar voru viðstaddar
síðustu viðræður hans við lækn-
inn.
„Tom, ég hef góðar fréttir að
færa þér,“ sagði skurðlæknir-
inn. „Skoðunarskýrslan bendir
til þess, að ekki hafi fundizt
nein merki um sjúkdóminn ann-
ars staðar en í vefjunum, sem
ég skar burt.“
„Var allt neikvætt? Liðir?