Úrval - 01.08.1963, Side 133
SÍÐUSTU DAGAR DOOLEYS LÆKXIS
145
Vöðvar? Lærið? Allt?
Skurðlæknirinn fékk honum
skýrsluna og sagði: „Ég leyni
þig ekki neinu. Ég álít, að þú
getir búizt við, að möguleikarn-
ir á fullum bata séu yfir 50%.“
Doooley kinkaði kolli hugsi á
svip og sagði: „Ljóðaskáldið
Walt Whitman sagði, að ég
held, að það sé ekki svo þýð-
ingarmikið, hvað maður geri við
æviár sin, en það sé þýðingar-
mikið, hvernig maður noti sér-
hverja slurni. Og ég ætla mér að
lifa með það í huga.“
SJÚKLINGURINN GERIST
ÁRÓtíURSMAÐUR.
Og þanig iifði h,ann allt frá
þeirri stundu, er batinn hófst.
Áætlun hans hafði gert ráð fyrir
tveggja vikna hvíld á Hawaii,
síðan tveggja mánaða fyrirlestr-
arferð um gervöll Bandaríkin 1 i 1
þess að safna fé til „Medico“,
alþjóðlegu læknisþjónustunnar,
sem liann hafði stofnað ásamt
dr. Peter Comanduras árið 1957.
Hann ætlaði sér að vera kominn
aftur til Laos um jólin. Lækn-
arnir hristu höfuðið, er þeir
heyrðu um áætlun hans.
Tom Dooley yfirgaf sjúkrahús-
ið í kyrrþey. Teresa Gallagher,
sem var ritari hjá Metropolitan
liftryggingafélaginu, hafði unn-
ið fyrir hann sem sjálfboðaliði
af mikilli ósérj>lægni. Hún ók
honum til Waldorf-Astoria gisti-
hússins.
Um þelta segir hún: „í far-_
angri hans voru þrjár innkaúpa-.
töskur fullar af pósti. Þegar
farið var að athuga þær, var ein
taskan full af samskotafé. Tom
var með annan handlegginn i
fatla. Hann fann enn til tölu-
verðra verkja, en hann virtist
glaður og vongóður.“
Hún hafði fyrir löngu stofnað:
„Hjálparfélag Dooleys“ meðal
starfsfélaga sinna. Dooley tókst
nú að fá þriggja mánaða leyfi
fyrir hana, svo að hún gæti að^.
stoðað hann. Aðalstarf hennar
varð nú að sjá um einkabréfa-
skriftir hans, sem voru miklar-
að vöxtum. Hún fékk vini hans
til þess að gefa honum lítið,
tæki til þess að lesa bréf og ann-.
að inn á. Það gekk fyrir raf-.
hlöðu og mátti því nota það.
hvar sem var. Síðan skipulagði
hún litla hjálparsveit stúlkna,
„Spólulið Dooleys“, sem vélrit-
uðu af spólunum í frístundum
sínum, en spólurnar bárust þeim
frá ýmsum þeim stöðum, er
liann átti viðdvöl á.
„Þetta litla tæki varð Tom
til mikillar ánægju síðasta ár-
ið sem hann lifði,“ segir Teresa.
„Ég hef ekki hugmynd um,
hversu margar spólur hann
sendi okkur víðs vegar að úr
veröldinni. Hann hefði ekki get-