Úrval - 01.08.1963, Page 134
146
ÚR VAL
að starfað svona án þess. Það
var honum ómissandi. Og stúlk-
urnar, sem vélrituðu af spólun-
um, heyrðu rödd hans allt til
síðustu daganna, þeg'ar liann var
orðinn svo veikur, að hann gat
ekki lengur talað.“
Dooley hélt til Hawaii til
„hvíldar“, eins og gert hafði
verið ráð fyrir. Hann kom til
Honolulu þ. 23. september, og
tveim næstu vikum eyddi hann
til þess að flytja ávörp og fara
yfir handritið að bók sinni
„The night they burned the
mountain“ (Nóttin þegar fjall-
ið var brennt). Þetta gat varla
talizt livíldarleyfi, en þó nálg-
uðust þessar tvær vikur fremur
að teljast það en nokkur annar
hluti þess tíma, sem hann átti
eftir ólifaðan.
19. október hóf hann fyrir-
lestrarferð sína um Bandaríkin
fyrir „Medico“. Fyrsti fyrir-
lesturinn var haldinn i Hart-
ford, Connecticutfylki. Hafði
Dooley verið skýrt frá því í
trúnaði, að líftryggingafélagið
„Mutual of Omaha“ ætlaði að
veita lionum Criss-verðlaunin
fyrir 1959. Þetta var mikill op-
inber heiður, sem áður hafði
hlotnazt framúrskarandi banda-
riskum læknum svo sem Jonasi
Salk og Hovvard A. Rusk. Og
verðlaunin námu 10.000 dollur-
um. Verðlaunaafhendingin átti
að fara fram við lcvöldverð, sem
hnlda skyldi í tilefni 50 ára af-
mælis félagsins.og þvívar blaða-
fulltri félagsins, Bob Copen-
haver að nafni, látinn ferðast
með Dooley i nokkra daga á
undan til undirbúnings athöfn
þessari.
Þetta var sannkölluð hunda-
heppni fyrir Dooley, heppni,
sem hann kunni að notfæra sér.
Dooley undraðist, hve Copen-
haver átti auðvelt með að glíma
við heila hjörð blaðamanna,
ljósmyndara og eiginhandar-
saí'nara, sem sífellt voru á hæl-
um þeirra. Þvi hringdi hann i
Skutt forstjóra félagsins og sagði
við hann: „Ég skal lofa þér að
halda þessum 10.000 dölum, sem
fylgja útnefningunni, ef þú
lánar mér hann Bob Copen-
haver þennan tíma, sem fyrir-
lestrarferð mín stendur. „Auð-
vitað fékk hann Copenhaver
. . . og „Medico“ fékk einnig
verðlaunaféð.
Og þannig gerðist Copenhaver
starfsmaður Dooleys næstu vik-
urnar. Hann sá um farmiða-
pantanir, farangur, sambandið
við blöðin og var ætið á sifelld-
um þönum. Um þetta sagði
hann: „Tom lagði ætíð af stað
í býti linnti ekki látum, fyrr en
langt var liðið á nóttu. Honum
var illa við, að það skyldu að-
eins vera 24 timar í sólar-