Úrval - 01.08.1963, Síða 135
SÍÐUSTU DAGAH DOOLEYS LÆKNIS
147
hringnum.“
Copenhaver minnist þess, að
eitt sinn komu þeir seint á
gistihúsið og fengu þá skeyti frá
útgefanda, sem bað ákveðið um
viðbótarskammt af efni í bók
Dooleys, en bók þá átti að fara
að gefa út. Loks tókst þeim að
ná í hraðritara, sem var reiðu-
búinn að vinna þá um nóttina.
Copenhaver tók á móti stúlk-
unni í anddyrinu og skýrir
þannig frá atburðinum: „Hún
var alveg stórkostleg útlits. Ég
fór með hana upp til Toms. Tom
leit snöggvast á hana og varð
ofsahræddur. „Komdu henni
héðan út úr herberginu, áður
en einhver sér hana hérna,“
sagði hann. „Hver heldurðu, að
trúi því, að hún sé að hraðrita
hér uppi í herberginu mínu um
miðja nótt?“ . . . Við fórum
því niður og unnum þrjú í einu
horni anddyrisins til klukkan
fimm að morgni!“
Við afhendingu verðlaunanna
var Dooley ekki orðmargur.
Heiðurinn, sem honum var
svndur, og lofið, sem borið var
á hann, virtist yfirþyrma hann.
Athöfninni var sjónvarpað, og
mestur hluti ávarps hans var lof
um Earl Rhine og Dwight Davis,
Ivo unga menn, sem stjórnuðu
nú sjúkrahúsi hans í fjöllunum
i norðurhluta Laos. En hann gat
ekki á sér setið og veifaði ávís-
uninni framan í myndavélarn-
ar, um leið og hann sagði, að
þessir peningar yrðu notaðir
til þess að stofna „Medico“-
sjúkrahús í Afríku.
Dooley lauk fyrirlestraferð
sinni í fæðingarborg sinni, St.
Louis, þ. 2. desember. Verzlun-
arráðið hélt lionum heiðurssam-
sæti, sem næstum 1000 manns
sóttu. Þar var skotið saman
18.000 dollurum fyrir flugvél-
inni, sem Dooley hafði alltaf
vantað. Hann var þegar búinn
að ákveða, hvaða vélartegund
hann vildi, tveggja hreyfla
Piper Apache. Og hann var
líka búinn að tryggja sér flug-
mann, sem átti að fljúga flug-
vélinni til hans alla leið aust-
ur til Laos. Hann hét Jerold
Euster.
Þessari erfiðu fyrirlestraferð
lauk þannig á dásamlegan hátt.
Dooley hafði komið við í 37
borgum, flutt 49 ræður og safn-
að næstum milljón dollurum
handa „Medico“. Og Copen-
haver hélt loks heimleiðis.
Hann hafði létzt um 10 pund.
Dooley hélt til Suðaustur-
Asiu 17. desember og stanzaði í
nokkrum borgum á leiðinni.
Frá Bangkok skrifaði hann
Copenhaver á þessa leið: „Okk-
ar á milli sagt stalst ég til
Lourdes í nokkrar stundir . . .
ég veit ekki, livort þetta færir