Úrval - 01.08.1963, Page 137
SÍÐUSTU DAGAR DOOLEYS LÆIŒIS
149
mér nokkurn bata, en það er
samt ómögulegt um það aö
segja. Ég held nú samt, að ætli
Einhver að framkvæma krafta
verk á Dooley, þá muni það ekki
vera komið undir því, hvort
Dooley fór til Lourdes eða
ekki.“
ENDURKOMAN TIL ASÍU.
Dooley var kominn til Laos
aftur um jólaleytið samkvæmt
áætlun. Hann fékk lánaða flug-
vél hjá rílcisstjórninni í Vien-
tiane, staflaði i hana skrautlega
pökkuðum gjöfum og flaug til
sjúkrahúss síns í Muong Sing
á jóladaginn. Hann hafði verið
i burtu síðan í ágúst, og þeir
Pihine og Davis tóku á móti
honum, þegar flugvélin lenti.
Ásamt þeim voru þar saman
komnir bæjarstjórinn, héraðs-
stjórinn, lögreglustjórinn og
fjölmargir bæjarbúarj
Síðan var snæddur jólamatur.
Viðstaddir voru starfsmenn
Dooieys ásamt gestum. Dooley
útbýtti gjöfunum, smáflíkum
lianda stúikunum og drengjun-
um, greiðum og naglaþjölum
handa skólanemendum. Hann
var lika með 160 sérstakar gjaf-
ir handa litlu börnunum, alls
kónar ódýr leikföng, og þurfti
að útskýra mörg þeirra fýrir
börnunum, sem ekki höfðu séð
slíkt áður. En flestar útskýring-
ar Dooleys enduðu á þessari
viðvörun: „ÉTTU það nú ekki!“
Á eftir sagði hann svo við
aðstoðarmenn sina: „Ég er viss
um, að við gerum ekki annað
næstu vikuna en að ná ails
konar ieikföngum upp úr
krökkunum!"
Stjórnmálaástandið í Laos var
geysilega ótryggt. Katy Don
Sasorith varaforseti, góður vin-
ur Dooleys, dó snögglega 29.
desember, og næsta dag hertók
herinn stjórnarbyggingarnar,
samgöngumiðstöðvar, flugvelli
og aðra mikilvæga staði, og ný
bráðabirgðastjórn var mynduð
undir forystu hershöfðingjans
Phoumi Nosavan.
Dooley var órólegur vegna
þessara atburða. Hann flaug til
Bangkok og eyddi gamlaárs-
kvöldi þar einn síns liðs og las
bréf inn á spólur í Erawan gisti-
húsinu. „Það er einkennilegt,"
sagði hann í einu bréfinu, „að
í ár hef ég ekki minnstu löng-
un til þess að halda upp á ára-
mótin og fagna nýja árinu.“
Bróðir hans, Malcolm Dooley,
hafði sent honum niðurstöður
Gallup-skoðunarkönnunarinnar,
en samkvæmt henni hafði Tom
verið valinn sem einn af „aðdá-
unarverðustu mönnum heims-
ins“ ásamt slíkum forystumönn-
um sem Eisenliower, Churchill
og Jóhannesi páfa 23. Hann