Úrval - 01.08.1963, Page 138
150
URVAL
skrifaði bróður sínum og sagði:
„Ég óttast þetta, Malcolm. Hve-
nær fer fólkið að hugsa um
„Medico“, en ekki Tom Dooiey?
Hversu margir vita, hver stofn-
aði Rauða Krossinn? Og er það
ekki Rauði Krossinn sjálfur, sem
öllu máli skiptir?“
„Mér liður vel,“ skrifaði hann
dr. Peter Comanduras, fram-
kvæmdastjóra „Medico“, „en ég
er ekki sá sami Dooley og fyrir
ári. Mig skortir nú þennan fyrri
kraft. Ég geri mér fulia grein
fyrir því, að þú verður að finna
ungan lækni, sem geti tekið við
starfi mínu í Muong Sing. Það
verður að sjá fyrir þörfum
„Medico“ í Laos. „Medico"
verður að halda áfram að vera
sterk og vaxandi hreyfing að
eilífu. . . .“
HARÐUR HÚSBÓNDI.
Dooley eyddi mestöllum janú-
ar i Muong Sing og vann í
sjúkrahúsinu ásamt þeim Earl,
Dwight og innlendum hjúkrun-
arkonum. Þau tóku öll eftir
óþolinmæði hans. Það var sem
honum fyndist, að engan tíma
mætti missa, og virtist þetta hafa
slæm áhrif á skap hans oft og
tíðum.
„Hann lagði allt og milcið að
sér,“ segir Rhine. „Við Dwight
fundum, að hann var að berjast
við timann.“
Þeir tveir höfðu verið í bæn-
um síðan seint á árinu 1958,
og 18 mánaða þjónustutíma
þeirra myndi ljúka í marz. í stað
þeirra komu þeir Tom Kirby,
22 ára, og Alan Rommel, 27
ára að aldri. Þeir höfðu ekki
séð Dooiey við störf áður. Þeir
skyldu það fljótt, hvers vegna
sagt var, að Dooley væri harður
húsbóndi.
Um þetta segir Rommel:
„Hann var alls enginn harðstjóri,
en hann var elcki ánægður, nema
sérhvert starf væri fullkomlega
af hendi leyst, og írska skapið
hans sagði til sín, þegar einhver
sýndi kæruleysi eða slóðaskap
í starfi.“
Rommel þótti mikið til um
það, hvílíka tröllatrú fólkið
liafði á Dooley. „Það tignaði
hann í rauninni,“ segir Rommel.
„Krakkarnif skældu aldrei né
kvörtuðu, þegar foreldrarnir
komu með þau til Than Mo
America (ameríska læknisins).“
Rommel reiðist því mjög, að
sumir Bandaríkjamenn hafa
haldið því fram, að læknisað-
ferðir Dooleys hafi verið frá 19.
öldinni. „Hann stóð fyllilega
jafnfætis beztu alinennum lækn-
um heima í Bandaríkjunum, og
flestir sjúklinga hans fengu
sömu læknisþjónustu og lyf og
fínir læknar á Park Avenue í
New York veita sínum sjúkling-