Úrval - 01.08.1963, Side 140
152
sjúkrahúsið þar og talaði lengi
við yfirlækni þess. dr. Voulgaro-
poulos. Þeir flugu síðan aftur til
Phnom Penh og dvöldu heima
hjá McCarthy-hjónunum um
nóttina.
Þau hlustuðu á dr. Voulgaro-
poulos, þegar hann ræddi um
áætlanir um byggingu annars
„Medico“-sjúkrahúss i suður-
hluta Cambodiu. Hann hafði
einnig fleiri umbætur i huga.
LÆKNISVITJUN
AÐ NÓTTU TIL.
Þegar Paul Hellmuth, lögfræð-
ingur frá Boston og i stjórn
„Medico“, kom í heimsókn þ.
20. febrúar, komst bann að þvi,
að Dooley var á ferðinni allan
daginn og flaug næstum daglega
á milli hinna ýmsu starfsstöðva
sinna. Á morgnana tók hann á
móti sjúklingum og framkvæmdi
uppskurði í Muong Sing. Sið-
degis dró hann Hellmuth með
sér upp i flugvélina og flaug
yfir fjöllin til Ban Houei Sai,
þar sem hann var nú að koma
nýju „Medico“-sjúkrahúsi á
laggirnar. Þar átti að hafa að-
setur sitt læknaþjónusta fyrir
um 50.000 fjallabúa, sem eru
enn afskekktari og bágstaddari
en ibúarnir í Muong Sing. Stað-
urinn er við Mekongána, sem
aðskilur nyrztu héruð Laos og
Thailands, og er áin hin bezta
ÚR VAL
flutningaleið hvers þess, sem
sjúkrahúsið þarfnast.
Verið var að reisa sjúkrahús
og íbúðarhús starfsfólks, en
Rommel og Kam Tung, laoskur
læknanemi, höfðu þegar komið
sér fyrir í litlum kofa á ár-
bakkanum. Þar tóku þeir ásamt
Dooley á móti sjúklingum síð-
degis hvern dag, og fyrir myrk-
ur hélt litla flugvélin síðan aft-
ur af stað til Muong Sing og
flutti stundum sjúklinga, sem
skera átti upp á sjúkrahúsinu i
Muong Sing.
En starfsdagur Dooleys var þá
alls ekki á enda. Nótt nokkra
vaknaði Hellmuth við raddir úr
næsta herbergi. Sonur Wings,
gamals, kínversks kaupmanns,
var kominn að leita föður sín-
um hjálpar. Wong gamli var
þungt haldinn af berklum, og
Dooley hafði stundað hann
undanfarið. Hellmuth skildist,
að miklar blæðingar væru nú
byrjaðar. Hellmuth heyrði, að
Rhine bauðst til að fara.
„Auðvitað fer ég sjálfur!“
sagði Dooley gremjulega. „Hvað
eruð þið eiginlega að reyna að
gera mér? Afskrifa mig alger-
lega eða hvað?“
Og brátt lögðu þeir Dooley
og Rhine af stað með syni
Wings. Hellmuth leit á úrið.
Klukkan var 3 að nóttu.
Hellmuth minntist þess, er