Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 142
154
ldæddum okkur í okkar feg-
ursta skart að morgni þ. 30.,“
segir Earl. „Dooley raðaði okk-
upp og skoðaði okkur í krók
og kring.“
Geysimikill mannfjöldi var
saman kominn á flugvellinum,
þegar þeir komu þangað. Nú
kom hin konunglega flugvél og
konungurinn, Savang Vathana,
steig út úr flugvélinni. Þaðan
gekk hann alla ieið til þorpsins.
Fólk stóð hvarvetna meðfram
veginum og kastaði blómum til
konungs.
Á eftir benti Tom þeim Elarl
og Dwight að ganga með sér til
heiðurssæta nálægt fylkisstjór-
anum í virkinu. Siðan var hið
óvænta tilkynnt: Konungurinn
ætlaði að sæma þá Dwight Davis
og Earl Rliine heiðursmerkjum.
„Við vorum alveg orðlausir,“
segir Earl. „Við vissum alls
ekki, hvernig við ættum að
hegða okkur. Dooley hafði ekki
sagt okkur orð um þetta fyrir
fram.“
Til allrar hamingju átti einnig
að sæma fylkisstjórann heiðurs-
merki. Þeir virtu hann nákvæm-
lega fyrir sér, meðan á því stóð,
og ákváðu að apa allt eftir hon-
um. Þegar konungurinn nálgað-
ist, kraup fylkisstjórinn á kné
og heilsaði konungi með hinni
venjulegu kveðju Laosbúa, er
sathoo nefnist, bar hendtirnar
ÚR VAL
upp að andlitinu, þannig að
fingurgómarnir snertust, og
hneigði höfuðið lítið eitt, á
meðan konungurinn nældi heið-
ursmerkinu i hann.
Næst kom röðin að Dwight,
en þegar hann ætlaði að krjúpa,
lagði konungur hendurnar á
axlir honum og sagði: „Stand-
ið upp, góði minn. Þess gerist
ekki þörf, að þér krjúpið.“
Og þannig fengu þeir Dwight
og Earl „Orðu hinna Milljón
Fíla og Hvitu Sólhlífarinnar",
sömu orðuna, sem Dooley hafði
verið sæmdur af konungi árið
áður.
„Savang Vathana konungur
talar lýtalausa ensku,“ segir
Dwight Davis. „Hann sagði okk-
ur, að Laosbúar yrðu okkur
skuldbundnir að eilífu. Ennfrem-
ur sagði hann: „Þið hafið flutt
okkur hið sanna hjarta Ameriku,
og við munum aldrei gleyma
ykkur.“ . . . Við Earl vorum
alveg mállausir, gátum ekki
stunið upp nokkru orði.“
MÓÐIR ÞÚSUND BARNA.
t april lauk Dooley að fullu
við áætlun um „Medico“-sjúkra-
hús í Suður-Vietnam. A leiðinni
stanzaði hann í höfuðborginni,
Saigon, en þar höfðu leitað hæl-
is margir hinna 600.000 flótta-
manna, sem hann hafði lijálpað
til að flýja undan sókn kommún-